Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 86
66 GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA eimREIDIN
ekki verið ráðlegra að hugsa betur áður en þetta var skrifað?
Eða hefur R. E. Kv. eitthvert einkaleyfi til að fara kæruleys-
islegum og villandi orðum um stefnur og stofnanir, sem hann
stendur sjálfur í mikilli þakkarskuld við?
Það er satt, að nýja guðfræðin er upprunalega fræðimanna-
stefna. Hún er fram komin við það, að kristnir menn höfðn
hugrekki til að beita vísindalegri gagnrýni við sögulegan grund-
völl trúarbragða sinna. Hún er auðkend af djarfrí lotningu
fyrir raunverulegum sannleika. Uppreisn hennar gegn vana-
þrældómi og óhreinskilni á sviði trúmálanna hefur markað
tímamót í sögu kristninnar. Ahrif hennar eru víðtæk. Þau na
inn á flest öll svið guðfræðilegra viðfangsefna, alt frá heim-
ildarannsókn til þess, hvernig trúarhugmyndir mótast og snerta
líf og lífstefnu fólksins. Hér á landi er þessi stefna svo að
segja ný. Engu af verkefnum hennar er hér að fullu lokið.
Hún er að vinna á og breiða áhrif sín út. Hugrekki hennar
og sannleiksást er að vekja athygli alls hugsandi almennings-
Hún er að vinna samúð þeirra manna, sem áður litu kirkjuna
hornauga. Hún er að byrja blómaskeið sitt með þessari þjóð-
Hún er búin öflugum skilyrðum til þess að gera íslenzkt
kirkjulíf þróttmikið og heilsteypt.
Sjálfsagt koma þeir tímar einhverntíma, að nýja guðfræðm
og þær hugsanir, sem eiga hana að móður eða fóstru, hafi
lifað sitt fegursta. — Þeir eru enn ekki komnir. R. E. Kv.
verður að sæta þeim dómi, að hugleiðing hans sé ekki lítinn
spöl á undan samtíð sinni. Sá dómur er honum ef til viH
ekki ógeðfeldur.
Það umbótaverk, sem vinna þarf í kirkju- og trúarlífi þjóð*
arinnar í anda nýrrar guðfræði, verður að vinna með þvl
meiri hógværð og gætni sem trúmál eru viðkvæmari en önnur
mál og meiri hætta við öfgum og ofstæki á þeirra sviði en
víða annarsstaðar.
Ragnar E. Kvaran hefur vikið all-mörgum orðum að gY^'
ingdómi í téðum hugvekjum sínum. Annarsvegar fárast hann
yfir því, hve miklum tíma sé eytt í guðfræðideildinni iil besS
að kynnast þessari tegund trúarbragða. Hinsvegar horfir hann
yfir syndasögu kristinnar kirkju: Gyðingdómur hefur notað