Eimreiðin - 01.07.1936, Blaðsíða 135
eimheiðin
RITSJÁ
351
Watson Kirkconnell: CANADIAN OVERTONES. Winnipeg 1935 (The
Columbia Press, Etd). Verð $ 1.00. — Hinn góðkunni bókmentafræðingur
"'atson Kirkconnell, prófessor við Wesley College i Winnipeg, hefur i þess-
ar> bók hirt þýðinga-úrval af kvæðum eftir ljóðskáld i Kanada af sjö þjóð-
ernum, og þarf meira en meðal-málakunnáttu til að þýða á ensku ljóð úr
Jafn-fjarskildum málum og t. d. íslenzku og ungversku. Hér eru Ijóð eftir
'imtán íslenzk-kanadisk, fimm sænsk-kanadisk, þrjú ungversk-kanadisk,
eitt italsk-kanadiskt, eitt grísk-kanadiskt og sjö úkrainisk-kanadisk skáld.
i'iirkconnell prófessor ritar formála fvrir Ijóðum hvers þjóðernisins um sig
"S stuttan æfisögu- og bókmentasögulegan inngang að Ijóðuin hvers skálds,
e>nnig almenn inngangsorð um heildargildi liins fjölþætta Ijóð-skáldskapar
'nnfluttra þjóða i Kanada. Hér er að ræða um merkilegt brautryðjandastarf
°8 hina einu sýnishornabók Ijóða, frumortra á erlendum málum í Kanada,
Sern til mun vera á enska tungu. Enginn getur leyst af hendi annað eins
'erk og hér er um að ræða, nema hann, auk málakunnáttunnar, sé gædd-
Ur rikri skáldgáfu. Svo mun og um jiýðanda þessara ljóða.
I formálanum fyrir þj’ðingum íslenzku kvæðanna á ensku, telur höf. upp
‘ólmörg islenzk Ijóðskáld i Kanada, en af þeim gnæfa hæst Stephan G.
StePhansson og Guttormur .1. Guttormsson. Um Guttorm (sem er fæddur
I Kanada) segir prófessor Kirkconnell, að hann sé hnyttnastur allra islenzk-
kanadiskra skálda, og að jafnvel Stephan G. Stephansson komist ekki til
J-Tns við hann að vitsmunum. Reynslan sé sú í Kanada, að með jiriðju
i'inslóðinni glatist tunga sú, er innflytjendurnir sjálfir, afar jiriðju kyn-
sióðarinnar og ömmur, töluðu. Um þetta segir Kirkconnell prófessor, að því
II snertir íslendinga i Kanada, en jieir eru nú taldir um 20 000 alls:
“Það
er svo að segja alveg víst, að feðratunga Islendinga i Kanada verður
nfdauð með öllu i lok jiessarar aldar, nema því aðeins að nýir innflj’tj-
endur haldi stöðugt áfram að koma frá íslandi til Kanada«. Eremur dapur-
egur dómur fj’rir þjóðræknis-samtökin islenzku vestan hafs og austan, en
l)Vl miður líklega réttur.
Kirkconnell prófessor birtir eftir sig þýðingar á kvæðum eftir Sigurbjörn
' 'd'annsson, Stephan G. Stephansson, Kristin Stefánsson, Jón Runólfsson,
’K'nas A. Sigurðsson, .1. Magnús Bjarnason, Sig Júl. Jóhannesson, Magnús
‘lrUússon, Gísla Jónsson, Guttorin .1. Guttormsson, Porstein IJ. Þorsteins-
tsinar P. Jónsson, Jakobinu Johnson, Jóhannes H. Húnfjörð og Svein
jlriksson Rjörnsson. — Smávillur rekst maður á stundum í formálsskýr-
jngum um höfunda, eins og t. d. að Rreiðumýri, þar sem Sigurbjörn Jó-
annsson var fæddur, sé á suðurlandi (á að vera: á norð-austurlandi),
að Háreksstaðir, jiar sem Einar P. Jónsson var fæddur, séu á norð-
e‘sturlandi (á að vera: á austurlandi). Pýðingarnar sjálfar virðast yfirleitt
'vel af hendi levstar. Viða gætir jiess, að jjj’ðandi hafi lagt sig eftir
a halda stuðlum og höfuðstaf í enskunni (sbr. t. d.: »Greniskógurinn« —
I 'le sPruce forest — eftir Stephan G. Stephansson). Og meira að segja
ogur hann út í að þýða hringhendur á ensku, svo að hátturinn haldist,
0 setn t. d. fj’rsta vísan úr kvæðinu Vetur, eftir Kristin Stefánsson, sýnir.