Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 16
360
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimhbiðiN
Þórunn: Ja-á og hvorttveggja varð að áhrínsorðum, en
Sæmund kvað hafa iðrað þess síðar, að hann mælti svo
um.
Sólveig (sezt á rúm og brgddir slcó): — Menn segja svo
margt í hugsunarleysi, sem þeir sjá eftir síðar.
Þórunn: O, já.------Hraðmælt orð hafa oft skift sköpum-
Sólveig: — Og oftast til hins verra.
Þórunn: En svona hefur það verið frá ómuna tíð. Fáir hafa
kunnað taumhald á tungu sinni.
Sólveig: Kjartan Ólafsson kunni til dæmis ekki að hafa
taumhald á tungu sinni, er hann krafðist þess að Guðrún
viki úr öndveginu fyrir Hrefnu. — Með þeim orðum drap
hann Guðrúnu.
Þórunn: Segir elcki sagan, að Guðrún hafi látið drepA
Kjartan?
Sólveig: Jú, en skilurðu ekki, að hann drap hana andlega
með þessum orðum? Upp frá þeirri stundu var lífið henni
einskisvirði — og verra en einskisvirði. — Hún tók út þæi'
kvalir, sem ekkert mannlegt þol fær staðist. — Annaðhvort
varð hún að vega Kjartan, svo að Hrefna fengi ekki að njóta
hans, eða þá að fremja sjálfsmorð, til þess að hún þyrfti ekki
að horfa upp á samlíf þeirra.
Þórunn: Já, henni hefur fallið það þungt, en margur hefur
orðið fyrir mótlæti í þeim efnum, hæði fyr og síðar.
Sólvcig: Og mörgum hefur farið líkt og Guðrúnu.
Þórunn: Að reynast þeim verst, sem þeir unnu mest.
Árni (kemur upp): Skrambi er hann kaldur úti. Og ekki
kemur presturinn enn, með ... (Kemur auga á Sólveigu og
þagnar.)
Sólveig: Með hvað?
Árni (lægra): Nú gestina, sem sagt er, að komi með honum-
Þórunn: Hann fer nú að koma.
Árni (tckur trcfil af rúmi sínu og býst til brottgöngu) •'
— Hann fær ekki amalegt ferðaveðrið. (Fer.)
Þórunn: Ekki kemur Jón inn ennþá. — Hann er líklega
að gefa fénu.
Sólveig (hálf utan við sig): — Ég býst við því.
Þórunn: Hann hugsar vel um féð, hann Jón. Það eru ekki