Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 18
362
MIKLAI3ÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
Jón Steingrímsson: Síður en svo. Það — það stendur bara
þannig á, að ég er að hugsa um að fara að byrja sjálfur.
Sólveig: Ætlarðu að fara að l)úa?
Jón Steingrímsson: Sú er ætlunin.
Sólveig: Það verður ekki hlaupið að því fyrir prestinn að
fá mann í þinn stað.
Jón Steingrímsson: Ekki ætti það nú að vera svo mikill
vandi. — Það eru öllu meiri vandkvæði á búskapnum hjá mér.
Sólveig: Hver?
Jón Steingrímsson: Það þarf altaf kvenmann til að stjórna
innanhúss.
Sólveig: Sá er hægastur vandinn fyrir þig. Annaðhvort
festir þú ráð þitt og kvongast — eða færð þér ráðskonu.
Jón Stcingrimsson: En ef ég vil nú ekki nema einhverja
sérstaka?
Sólveig: Þá er að reyna að ná í hana.
Jón Stcingrímsson: Maður getur náttúrlega altaf reynt, —
en ekki eru allar ferðir til fjár. Því spurði ég þig að þessu
áðan, að það ert þú, Sólveig, sem ég vil fá — eða enga ella-
Sólveig: Mig?
Jón Steingrímsson: Já, þig, Sólveig. — Þú ert eina konan,
sem ég hef lagt hug á um æfina, —- — og verður sú eina.
Sólveig: Nú ber eitthvað nýrra við, þegar þú ert farinn að
hugsa um kvenfólk.
Jón Steingrímsson: Nýtt er það ekki, Sólveig, því að ég hef
hugsað um þig, vakandi og sofandi, alt frá því er ég koin fyrst
á þennan bæ og leit þig augum. — Heldurðu að þú værir
ófáanleg til að giftast mér, ef þú skyldir fara héðan?
Sólveig: Ég elska þig ekki.
Jón Steingrímsson: Það gerir ekkert til. — Það lærist seinna.
Sólveig: Það getur enginn lært að elska.
Jón Steingrimsson: Ég skyldi vera þér góður og reyna að
sjá um, að þér liði vel.
Sólveig: Ég veit það. — En ég vil engum manni svo ilt að eiga
konu, sem elskar hann ekki.
Jón Steingrimsson: En ég elska þig.
Sólveig: Það gerir bara ilt verra. Ef ástleysið er jafnt a
báðar síður gerir það kannske ekki svo mikið til, en ef annað