Eimreiðin - 01.10.1937, Page 19
F.IMREIÐIN
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
363
hjónanna elskar hitt, í von um endurgjald, sem aldrei verður,
'— þá hlýtur það að fara illa.
Jón Steingrímsson: Þetta getur breyzt með tímanum.
Sólveig: Þótt alt annað brej'tist, lireytist ekki mín ákvörðun.
'— Eg giftist aldrei öðrum en þeim, sein ég elska.
Jón Steingrímsson: En Sólveig
Sólveig (stendur upp): — Það er bezt að slíta þessu tali.
Letta er hvort sem er útrætt mál. (Pögn.)
Jón Steingrímsson: Þögn er þjáðum holl. —- En gjarnan
vildi ég reynast þér vinur í raun, Sólveig, el' þú þyrftir þess
einhverntíma við.
Sólveig: Þakka þér fyrir. Þú skalt ekki láta þetta á þig fá.
Líttu í kringum þig. Það er til nóg af ungum og laglegum
stúlkum.
Jón Steingrímsson: Ást mín verður aldrei til skiftanna.
Guðlaug kemur upp á loftið.
Sólveig (við Guðlaugu): — Hvernig er eldurinn?
Guðlaug (sezt á rúm sitt og tekur upp vinnu sina): —- Það
skiðlogar.
Sólveig: Og er nógur eldiviður frammi, fyrir kvöldið?
Guðlaug: Já. — Ég sótti eldivið.
Pórunn (kcmur upp): Gott er blessað veðrið. En sú stjörnu-
hirta úti. í mínu ungdæmi hefði verið sagt, að nú væri kominn
lnjaltatími. Þá var farið eftir því, hvar fjósakonurnar voru
11 himninum.
Sólveig: Það fer líka að líða að mjöltum.
Jón Stcingrímsson: Árni er úti að gefa.
Árni (sem hefur rekið höfuðið upp um loftsgatið): Oft
kemur góður, þá getið er.
Guðlaug: Og illur, þegar um er rætt.
Árni: Fögur er fjósadrotningin mín, og ekki skortir hana
Wíðmælin. Taktu nú á þig skrúðann og komdu út í kóngs-
ríkið.
Sólveig (stendur upp): —- Ég ætla að mjólka sjálf núna. Þú
getur farið á undan með föturnar.
Árni (undrandi): — Já. (Fer.) — Sólveig útbýr sig og
fer.
Guðlaug: Hvað dettur nú í hana — að vilja mjólka sjálf?