Eimreiðin - 01.10.1937, Page 20
364
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
Þórunn: Hún kann aö mjólka kýr, hún Sólveig. Það er
óhætt um það.
Guðlaug: Það er enginn að segja, að hún kunni það ekki.
Þórunn: Maður skilur nú fyr en skellur í tönnunum.
Guðlaug: Sei, sei! Það er naumast!
Jón Steingrímsson: Farið þið nú ekki að munnhöggvast út
af þessu. Sólveig stendur hvort sem er jafnrétt eftir sem áður.
Guðlaug: Jafnrétt eftir hvað?
Jón Steingrimsson (þnngur á brún): — Eftir baknag þeirra,
sem ekki þora að segja neitt upp í eyrun.
Guðlaug: Það mátti ekki minna kosta!
Jón Steingrimsson: Og skal kosta meira, ef þessu tali held-
ur áfram.
Guðlaug (fer að snökta, gengur fram að loftsgatinu): Ég
held það væri hezt fyrir mig að fara héðan af heimilinu eins
og látið er við mig.
Jón Steingrimsson: Farið hefur fé betra.
Guðlaug fer niður stigann. (Þögn.)
Þórunn: Þú ert reiður.
Jón Steingrímsson: Er ekki von ég sé reiður. Ekki við hana,
(bendir á eftir Guðlaugu) til þess er hún of auðvirðileg per-
sóna, heldur við þetta lúalega ómenni, prestinn hérna.
Þórunn: Þú hefur orðað það við hana áðan?
Jón Steingrímsson: Já, og það fór, eins og við var að húast.
— Hreint nei. — Og alt er þetta prestinum að kenna. Strax
og hann komst á snoðir um, að ég legði hug á Sólveigu, flekaði
hann hana til fylgilags við sig.
Þórunn: Honum hefur sjálfsagt iitist vel á hana líka, —■
og þá er hver sjálfum sér næstur.
Jón Steingrímsson: Séra Oddur hefur aldrei borið neina ást
til Sólveigar, nema þá girndarhug. Það sést hezt á því, hvernig
hann ætlar að fara með hana. (Hegrist undirgangur niðri.)
Þórunn: Uss! Það er einhver að koma!
Jón Steingrímsson (hlær kalt og jafnar sig): Ég get dulið
skap mitt, þegar ég vil. Það hef ég þó lært á undanförnum
árum.
Guðlaug (kemur hlaupandi upp stigann): — Presturinn er
að koma heim túnið.