Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 24
368
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
hendur ú axlir honum og horfir framan í hann.) — Ætlarðu
að vera svona alvarlegur á svipinn, þegar þú segir ættfólki
þínu frá því, að þú giftist mér í vor?
Sr. Oddur (horfir í augu Sólveigar, kippist við og stynur
upp): — Nei! — Nei, ég get ekki sagt henni það. -—- (Grípur
liana í faðm sér, kyssir hana og sleppir henni svo aftur.) — —-
Sólveig! Altaf hefur þú verið yndisleg í minum augum, en
aklrei eins jmdisleg og í dag. Það er vegna þess . ..
Sólveig: — Það er vegna þess, að ég hef aldrei elskað þig
eins heitt og nú.
Sr. Oddur: Ástin, fegurðin og' yndisleikinn, alt minnir þetta
mig á óhamingju mannanna.
Sólveig: Óhamingju?
Sr. Oddur: Við getum aldrei höndlað hamingjuna. Við þrá-
um eitthvað, sem við ekki höfum, þegar við svo höfum fengið
það, finnum við, að það var ekki þetta, sem við þráðum —-
köstum því frá okkur aftur, en jafnskjótt og við erum búin
að missa það, þráum við það enn á ný. — Þú sérð því, að við
getum aðeins notið ófenginnar eða tapaðrar hamingju. Þess-
vegna þurfum við að læra að njóta sorgarinnar og þjáningar-
innar — til þess að geta lifað.
Sólveig (kastar sér í faðm hans og strýkur liárið frá enni
hans): ■—- Einu sinni sagðist þú vera hamingjusamur þau
augnablik, sem þú hvíldir í faðmi mínum. Ertu það eklci enn
þá? — Elskarðu mig elcki enn?
Sr. Oddur: Jú, ég elska þig, en augnablik, þau eru eins og
hamingjan, þau eru ýmist ókomin eða liðin.
Sólveig (hlær): Heyrðu, vinur minn. Þú hefur drukkið of
mikið á leiðinni heim. Þú ert ekki vanur að tala um svona
efni, þegar við erum tvö ein. —------Kystu mig!
Sr. Oddur: Sólveig!------(Faðmar lmna að sér. Þau kyss-
ast og horfast svo bi'osandi i augu.)
Tjaldið.