Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 27
eimrejðin
I>RÍR MEGINÞÆTTIR
371
spruttu upp sjálfkrafa í liugum manna án áhrifa frá sérstöku
niikilmenni, þá mundi árangurinn merkja það, að andi Jesú
ætti í rauninni víðar itök í heiminum en oss grunar. Þegar ég
segi þetta, þá er ég að reyna að segja svo blátt áfram og á-
kveðið sem mér er unt, að það, sem vekur traustið á Jesú,
eru eingöngu kenningar hans og lunderni hans, svo sem það
birtist í kenningum hans, en alls engir sannir eða ímyndaðir
sögulegir viðburðir. Og um leið og ég staðliæfi þetta, legg
ég áherzlu á það, að ég er aðeins að umrita orð Jesú sjálfs,
ei' hann bannaði lærisveinum sínum að trúa á hann tákn-
anna vegna.
Skoðun mín á kjarna trúarinnar, að minsta kosti krist-
innar trúar, og um aðra trú þarf elcki að ræða hér, er þá
sú, að þessi kjarni sé í tvennu fólginn: fyrst í þvi, að blása
niannkyninu í brjóst hinni kristilegu hugsjón, þ. e. hugsjón
niannkærleikans, og það merkir sérstaklega áhuga á almenn-
ingsheill í mótsetning við hvatir og hagsmuni sjálfs manns,
hvenær sem þetta tvent, að dómi manns sjálfs, á ekki sam-
ieið; og i öðru lagi í því, að blása mannkyninu í brjóst á-
kuga á því að gera skyldu sína fremur en aðeins að lmgsa
um hana. En skylda hvers einstaks manns er það, sem hann
sjálfur telur til almenningsheilla. í stuttu máli, ég tel aðal-
hlutverk trúarinnar það að glæða samvizku, hugsjónir og
æðstu viðleitni mannkynsins. Það er afaráríðandi að taka
eftir því, að í þessum skilgreiningum á skyldan ekkert sam-
merkt við það, sem einhverjir aðrir telja til almenningsheilla,
það er við siðgæði i hinni afleiddu merkingu: siði einhverr-
ai' þjóðar. Endalaus þvæla og ægileg ósköp af fánýtu hjali
kemst inn í almennar umræður um þessi mál hlátt áfram al
þvi, að þessi tvö hugtök eru ekki greind sundur. Eftir því
sem ég nota þessi orð, þá er siðlegur og ósiðlegur, eða sið-
réttur og siðrangur aðeins hugræn orð. Spurningin um það
hvað í raun og veru er til almenningsheilla, er alt hið stór-
kostlega viðfangsefni vísindanna í víðri merkingu þess orðs,
Þ- e. þekkingarinnar, og á ekkert skylt við trú eða siðiræði
1 þeim skilningi, sem ég nota þessi orð í. Það eru að eins til
fvær tegundir ósiðlegrar breytni. Hin fyrri kemur af kæru-
lausu, fljótfærnislegu, hugsunarlausu liferni manna, sem vita, að