Eimreiðin - 01.10.1937, Page 32
376
ÞRÍR MEGINÞÆTTIR
eimreiðiN
getum vér engu orkað; vér getum þá ekki treyst á aðferðir
vorar, og tilraunastofur vorar læmast.
Eg er ekki hér að liarma það, að nýlega hefur verið tekið
i eðlisfræðina hið svonefnda »óvissu-lögmál« um frumeind-
irnar, sem hefur vakið svo mikinn þyt meðal eðlisfræðinga
einmitt nú. Það getur raunar orðið lil huggunar, eða að
minsta kosti lil fróðleiks þeim, sem ekki eru eðlisfræðingar
og liafa verið í vandræðum með að samrýma það, að nátt-
úran sé lögum bundin og vilji mannsins þó frjáls og sið-
ferðileg áhyrgð til. Vér eðlisfræðingar höfum liaft miklu
verri mótsagnir en þetta að glíma við í eðlisfræðinni sjálfri,
svo sem t. d. að samþýða kenninguna um bylgjuhreyíingu
ljóssins kenningunni um það, að Ijósið sé aðallega agnir '
ákveðnum skömtum. Tilraunir hafa kent oss, að báðar kenn-
ingarnar séu réttar, og vér höfum í seinni tíð í eðlisfræð-
inni nógu oft fengið að kenna á takmörkum þekkingar
vorrar til að trúa þvi, þrátt fyrir það að vér getum ekki
enn séð, hvernig þessar kenningar verða samrýmdar.
Herra Mencken liarmar þetta, eins og allir þeir, sem fyrst
og fremst eru kreddufastir, svo að hann í ritdómi um liina ó-
venjulega djúpsæju bók Eddingtons,»Eðliefnisheimsins«,ákallar
nýjan Huxley til þess að segja oss nákvæmlega hvernig eðlis-
fræðin á að vera. En eðlisfræðingar hafa aldrei verið kreddu-
fastir, jafnvel elcki á Huxleys dögum, og þeir eru það enn
síður nú en þá. Vér játum, þó að menn af Menckens tagi
verði ringlaðir af að heyra það, að vér vitum ekki alt ennþá.
Eddinglon bendir á það í þessari bók, að fyrir þá, sein
séu í öngum sínum um það, hvort viljinn sé frjáls eða ekki,
geti það verið fróðlegt að vita, að liagfræðingar nú á döguin
geta sagt nákvæmlega fyrir hvernig mikill fjöldi manna muni
haga sér, svo sem t. d. hve margir af hundraði hverju muni gift'
ast á ári, þó að alls ekki sé unt að segja fyrir, hvernig sér-
stakur maður í liópnum muni haga sér í þessu efni og val
hans því óbundið. Þetta er vissulega tilvalið dæmi þess, að
viðburðir geta verið lögbundnir og menn þó liaft það val-
frelsi, sem hver einstakur maður veit, að liann hefur. En
ég lield ekki, að þessi sérstaka spurning haíi nokkurn tíina
verið eðlisfræðingum áhyggjuefni, því að þeir hafa altaf