Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1937, Page 66

Eimreiðin - 01.10.1937, Page 66
410 ÖGMUNDUR I’IÐLA EIMRBIÐIN á bakinu og útlenda hljóðfærið í annari hendinni. Hann fór beint af augum og lagði tafarlaust á nýjar heiðar og ný fjöll. 2. Árla dags kemur hann í Hverfið og litast um eins og fram- andi maður. Hvers vegna hefur alt breyzt? Hann kannast ekki við þessi fínu rauðmáluðu hús, því hérna voru bara venjulegir bæir með tyrfðu þaki og baðstofu. Ögmundur gamli veit upp á sína tíu fingur, að svona stór hús hafa enga baðstofu. Það læðist ósjálfrátt inn í sál hans, að þetta Hverfi sé honum óviðkomandi, að hann hafi aldrei verið hér áður og gamla Hverfið sé einhversstaðar ennþá lengra í burtu. Hann mætir ungum manni og spyr feimnislega eins og barn, hvort hann viti hvar hún Magga eigi heinía. Maðurinn horfir glottandi á ferðalanginn og spýtir um tönn. — Magga, segir hann kæruleysislega, og glottið dregst út í annað munnvikið. Hér er fult af allskonar Möggum. -— Hún Margrét Gísladóttir, meinti ég, leiðréttir Ögmund- ur gamli. — í Katrínarkoti, segir maðurinn og bendir á húsið. Það kom feit kerling til dyra. Hún hnyklaði brýnnar og horfði hvast á gamla manninn, eins og hún krefðist skýring- ingar á þessu ónæði. Það var bitur kergja og staðbundið amstur í svipnum og miklar hrukkur kringum þokugi’á augun, en þar að auki hafði hún úfið hárstrý, næstum því litlaust. — Býr hún Magga hérna? spurði hann, og það var dul- inn beygur í röddinni. Konan virti hann fyrir sér, mældi hann með augunum frá hvirfli til ilja, svo glaðnaði skyndilega yfir hinum karga svip hennar, eins og birtu slægi á alt andlitið. —- Það er þó ekki hann Ögmundur? spurði hún. ■—■ Jú, sagði hann. —- Komdu sæll og blessaður, sagði hún brosandi og rétti honum höndina. Þekkirðu mig ekki? -—- Nei, sagði hann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.