Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 66
410
ÖGMUNDUR I’IÐLA
EIMRBIÐIN
á bakinu og útlenda hljóðfærið í annari hendinni. Hann fór
beint af augum og lagði tafarlaust á nýjar heiðar og ný
fjöll.
2.
Árla dags kemur hann í Hverfið og litast um eins og fram-
andi maður. Hvers vegna hefur alt breyzt? Hann kannast
ekki við þessi fínu rauðmáluðu hús, því hérna voru bara
venjulegir bæir með tyrfðu þaki og baðstofu. Ögmundur
gamli veit upp á sína tíu fingur, að svona stór hús hafa
enga baðstofu.
Það læðist ósjálfrátt inn í sál hans, að þetta Hverfi sé
honum óviðkomandi, að hann hafi aldrei verið hér áður og
gamla Hverfið sé einhversstaðar ennþá lengra í burtu.
Hann mætir ungum manni og spyr feimnislega eins og
barn, hvort hann viti hvar hún Magga eigi heinía. Maðurinn
horfir glottandi á ferðalanginn og spýtir um tönn.
— Magga, segir hann kæruleysislega, og glottið dregst út
í annað munnvikið. Hér er fult af allskonar Möggum.
-— Hún Margrét Gísladóttir, meinti ég, leiðréttir Ögmund-
ur gamli.
— í Katrínarkoti, segir maðurinn og bendir á húsið.
Það kom feit kerling til dyra. Hún hnyklaði brýnnar og
horfði hvast á gamla manninn, eins og hún krefðist skýring-
ingar á þessu ónæði. Það var bitur kergja og staðbundið
amstur í svipnum og miklar hrukkur kringum þokugi’á
augun, en þar að auki hafði hún úfið hárstrý, næstum því
litlaust.
— Býr hún Magga hérna? spurði hann, og það var dul-
inn beygur í röddinni.
Konan virti hann fyrir sér, mældi hann með augunum frá
hvirfli til ilja, svo glaðnaði skyndilega yfir hinum karga
svip hennar, eins og birtu slægi á alt andlitið.
—- Það er þó ekki hann Ögmundur? spurði hún.
■—■ Jú, sagði hann.
—- Komdu sæll og blessaður, sagði hún brosandi og rétti
honum höndina. Þekkirðu mig ekki?
-—- Nei, sagði hann.