Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 74
418
NONNI ÁTTRÆÐUR
eimreiðin
allar hver af annari til þess að „skoða barnið!“ Ivveður svo
ramt að þessu, að Sveini þvkir nóg um, segir hann að þctta
sé „vanaleg, en sér öldungis óskiljanleg fýsn margs kven-
fólks!!“ Sex dögum síðar er sveinninn vatni ausinn og nefnd-
ur Jón Stefán í höfuð Jóns, föður frú Sigríðar og Stefáns
bróður Sveins. Þau systkin Nonna voru hin mannvænleg-
ustu og vel gefin bæði til munns og handa. Voru þau öll hin
ágætustu börn, enda yndi og eftirlæti foreldra sinna. Eins
og að líkum ræður, minnist Sveinn oft barna sinna. Verðui'
honum einkum tíðrætt um Manna og skrifar sérstaklega hlý-
lega um hann. Bar hann nafn drengs, sem þau hjón höfðu
mist á unga aldri. Unni hann dreng þessum mjög, enda
þótti hann framiirskarandi efnilegur. Frásögn Sveins um and-
lát barns þessa er svo hrífandi og lýsir harmi hans svo á-
takanlega, að hún er þess verð að koma fyrir almennings-
sjónir. Auk þess eru ættarmótin svo skýr, að betra veröm'
ekki á kosið. Honum farast orð á þessa leið: „Undir morgun
tók málið að þverra, en þó þekti hann mig vel, unz hann eftii'
stundarkorn sloknaði sem Ijós í fangi mér. Misti ég þannig
mina sætustu von og alla gleði héðan af, því Ármann var
það kærasta og elskulegasta, sem ég átti í þessum heimi- Er
mér missir hans það sár sem aldrei grær, sú und sem aldrei
hættir að blæða í þessu lífi. — Ó það elskulega barn, sein
aldrei hafði sýnt mér óhlýðni í minsta atviki, en var fram-
úrskarandi elskur að mér, og sein aldrei hugsaði uin annað
meira en að gera mér eitthvað til gleði og ánægju. Hann
var frábær og fjörugur, hljóp 40 vikna gamall, vel greindui'
og eftir geði mínu í öllu.“ — Aðeins örfáum dögum síðar
missa jjau hjón Sigríði dóttur sína. Má fara nærri um þa®
hvílíkur harmur var kveðinn að foreldrunum, enda segn'
Sveinn að þetta sé nýtt sár, sem ekki fái gróið. Þykir honiiin
örlögin taka sig fullhörðum tökum. —• Á uppvaxtaráruni
sínum dvaldi Nonni lönguni að Espihóli. Það var dvalai'-
staður við hans skap, þvi þar naut hann sveitasælunnar 1
ríkum mæli og umfram alt þess frjálsræðis, sem honum var
fyrir ðllu. Þarna opnuðust augu hans fyrir hinni íslenzku
náttúrufegurð, sem síðar varð svo veigamikill þáttur í öll-
um ritum hans. Enda þótt Nonni sé ekki orðinn ganialk