Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 76
420
NONNI ÁTTRÆÐUR
EIMBEIÐIN'
Stebbi letur mömmu mest,
margoft setur værð á frest!
Nonni var á sjötta árinu þegar Bogga kendi honum aö
lesa. Sóttist honum það fljótt, því hann var með afbrigðum
næmur. Las nú Nonni alt sem hönd á festi, „Þúsund og
eina nótt“ og önnur slík æfintýri að ógleymdum íslendinga-
sögunum, sem hann þreyttist aldrei á. Ein bók var það þ°
framar öðrum, sem hafði mikil og djúptæk áhrif á hann og
olli honum heilabrota. Það var mannkynssöguágrip ítalska
sagnfræðingsins Cesare Cantu.1) Fyrir hugskotssjónum hans
rann upp nýr æfintýraheimur, svo undursamlega frábrugð-
inn því, sem hann hingað til hafði átt að venjast. Þessum
undraheimi varð hann að kynnast af eigin reynd! En hvernig
mátti þetta verða? Hvernig átti hann að sjá alla þessa dýrð.
sem hann hafði lesið um í þessari bók Cesare Cantu? Hon-
uin flaug í hug að gerast inatsveinn á einhverju skipanna,
sem svo oft komu til Akureyrar. En slíka hugmvnd hefðu for-
eldrar hans aldrei samþykt. „Eg get vel skilið, Nonni minn‘»
sagði móðir hans, „að þig langi til þess að ferðast út í heim-
inn, sem þú hefur iesið svo margt fallegt um.“ Við þetta sat-
— Líða nú hin áhyggjulausu æskuár hans hvert af öðru, unz
sá atburður gerist, sem á mjög óvæntan hátt gerbreytir öllu
hans lifi og i einni svipan gerir allar hans glæstustu vonir
að veruleika. —
Þetta var hinn 31. júlí 1870. Veðrið var unaðslegt. Spegil"
sléttur fjörðurinn glitraði og glóði í sólskininu og brá rauð-
leitum bjarma yfir litla kaupstaðinn. Öll börn, sem vetlingi
gátu valdið, voru úti að leika sér, og auðvitað vantaði Nonna
ekki í þann hóp. Alt í einu keinur Bogga hlaupandi til
hans með þau skilaboð, að mamma vilji undir eins tala við
hann.
Hvað gat verið á seiði? — Mamma var ekki vön því að
kalla hann heim nema eitthvað mikið lægi við. — Nonni
hugsar sig um stundarkorn. Hvað skyldi hann nú hafa 11
samvizkunni? Hafði hann krækt sér í sykurmola eða jóla-
kökusneið? Eða jafnvel barið Manna litla bróður sinn?
1) Cesare Cantu (1807—1895); ítalskur stjórnmálamaður og sagnfræð-
ingur, frægur fyrir rit sitt: „Storia Universale“.