Eimreiðin - 01.10.1937, Page 86
430
NOXXI ÁTTRÆÐUR
EIMREH>1S
Þessi kend er meginstoðin í öllum ritstörfum hans. Hann þráir
að miðla lesandanum af þessari ofurást sinni, og það hefur
honum tekist í ríkum mæli. Síra Jón glímir ekki við þaU
vandamál, sem ávalt eru efst á haugi og svo mjög hrella og þja
mannkynið. Frásagnir hans fjalla nær einungis um sérkenni-
leg, meir eða minna veigamikil atvik úr æfi hans. Hin minsta
endurminning um fjölþætta æsku hans kemur hugmynda-
fluginu af stað, og hann dregur hana upp fyrir hugskotssjón-
um vorum á svo áhrifamikinn hátt, að vér hljótum að hrifast
og taka þátt í öllum gáskanum, erfiðleikum hans og þjáning-
um. — Höfuðpersónan er oftast hann sjálfur, þessi táp-
mikli, fjörugi, ötuli en jafnframt göfuglyndi unglingnr,
sem ávalt er með kollinn fullan af dirfskufullum áforin-
um og uppátækjum. Hin hárfína athyglisgáfa síra Jóns og
meistaralegar lýsingar hans á æskustöðvunum og töfrum ís-
lenzkrar náttúrufegurðar hlýtur að heilla lesandann og draga
hann að sér með ómótstæðilegu afli. Stíll hans er einfaldur og
blátt áfram. Hann minnir á sagnaritarana frægu, forfeður hans.
Það er andi þeirra, sem hinn viðkvæmi unglingur hefur drukk-
ið af í æsku sinni, sú óþrjótandi lind, sem hann bergir af fram
á elliár. Þrátt fyrir undursamlega barnslegan blæ er stíll hans
ávalt skáldlegur, töfrandi fagur, fjörlegur og silfurtær sem
berglind. Aðeins hárfínn smekkur skapandi listamanns megn-
ar að móta slíka stílfegurð. Síra Jón fyrirlítur alla tilgerð og
tildur og drepur hendi við hinu íburðarmikla, oft og einatt
sauruga orðafari nútímahöfunda. Harin er skýrt dæmi þess,
að sannur listamaður þarfnast ekki alls þessa til þess að inóta
sígilt listaverk. Honum nægir hið litilfjörlegasta atvik, hinn
óbrotnasti málmur, til þess að töfra fram hið fegursta og dýrð-
legasta listaverk, sem skapar honum ævarandi bautastein
um ókomnar aldir. Það streymir ljós og ylur frá hinum fjör-
legu unglingabókum Nonna. Lesandinn finnur, að höfund-
urinn hefur opnað honum nýjan heim, heim fegurðar, hrein-
leika og barnslegrar trúar. Lesandinn finnur, að Nonni þráir
aðeins það eitt að láta hvern og einn verða þessara gæða að-
njótandi. Grunntónninn í þessum fágætu ritum síra Jóns er
hinn djúpi siðalærdómur, sem í þeim felst. Með smekkvísi og'
fegurðartilfinningu listamannsins vefur hann um þennan