Eimreiðin - 01.10.1937, Page 93
EIMREIOIN
ÖRÆF.4GÖNGUFÖRIN 1908
437
feður vorir, hlaðið öfl-
ugar brýr úr eintómum
blágrýtishellum, sem
voru furðu stórar sum-
ar hverjar. Því lengra,
Sem kom suður og
vestur á hæðirnar, og
sléttlendið varð sam-
feldara, þvi óskýrari
varð vegurinn, og brátt
sast ekkert annað, sem
benti á veg, en blásin
bestabein hér og þar.
Meðan útsýnið var svo
btið töfrandi, notuðum
að skoða þann fátæklega gróður, sem þarna var. Helzt
Var þar að finna steinbrjóta og jöklasóleyjar með margra
faðina millibili. Allir fjórir slitum við upp nokkrar sóleyjar,
lmrkuðum þær og pressuðum í vasabókum okkar, en um það,
hvernig hver og einn hefur hagnýtt sér þær, fær enginn að
vita. Þar mun Kári hafa fundið hina nýútsprungnu jöklasóley,
er hann skýrir Höllu frá i 2. þætti.
Kl. 3 um daginn komum við að Jökulsá hinni eystri, sem
er önnur aðalkvíslin, er myndar Héraðsvötnin, er falla um
Skagafjörð, og komum við þar að henni, sem hún fellur fyrst
' Sljúfur og dalurinn byrjar. Langt til að sjá sýndist áin litil,
°S höfðum við orð á þvi, að varla yrði þessi spræna torfæra
a okkar leið, en þegar að henni kom setti okkur hljóða. Hún
Valt áfram vatnsmikil um flúðir og í fossum og því engri
shepnu fær, nema fuglinum fljúgandi. Það var þegjandi sam-
þykt að setjast niður og fá sér bita. Við höfðum þó ekki kingt
mörgum bitum, þegar okkur fór að hrjóta orð af vörum. Þau
nrðu fleiri og djarfari, og loks þegar upp var staðið varð
'nælskan óstöðvandi, rómurinn hávær og þróttmikill eins og
árstraumurinn. Ákveðið var að fara fram með ánni og yfir
hana á jökli, ef ekki vildi betur til. Vegurinn meðfram henni
'ar nreð köflum ógreiðfær fyrir hestana. Sérstaklega var þverá
eln, er við héldum vera Geldingsá, ill yfirferðar fyrir stórgrýti
Áning á Vatnnlijalla.
við augun og eftirtektina til þess