Eimreiðin - 01.10.1937, Síða 96
440 ÖRÆF.4GÖNGUFÖRIN 1908 eimreiðin
mjög táknandi, því þetta þýfi er engu líkara en niðurhrundn-
um, uppgrónum torfbyggingum. Voru þær á stóru svæði, og
mátti því álykta að þarna hai'i verið stórborg til forna.
Að fyrstu árkvíslinni komum við kl. 10 þennan dag og urð-
um því sárfegnir. Veðrið var afarheitt, enda blækyrt og heiður
himinn. Fengum við nú tækifæri til þess að nema staðar og
hvílast, fá bita og taka fótabað í kvíslinni, sem var mjög hress-
andi. Nú vorum við ekki eins viðkvæmir og þegar við óðum
Skjólgdalsá, og vatnið fanst okkur ekki kalt, þótt það væri ný-
runnið undan jöklinum. Þenna dag óðum við 11 kvíslar, sum-
ar allmiklar og straumharðar, en aðrar lygnar og breiðar með
sandbleytu. Flestum kvíslunum gáfum við nöfn eftir útliti
þeirra eða vatnsdýpi, svo sem Sokkakvísl, Buxnakvísl °»
Naflakvísl eða önnur skáldleg heiti. Ekki gerðum við þó ráð
fyrir því, að nöfn þessi yrðu sett á landabréf, enda létum við
enga þeirra heita eftir neinum okkar, sem í förinni vorum-
Þennan dag um hádegi fundum við lindina, sem Halla segu'
Kára frá rétt áður en bygðamenn koma og hún fleygir harm
sínu í fossinn. Lýsing hennar er rétt. Það var tær bergvatns-
lind, sem vall upp úr keilumyndaðri knéhárri mosaþúfu, er
var einstök á sandauðninni, rann fullan hring í kringum þúf"
una og hvarf svo niður í sandinn rétt hjá. Samlíkingin við
mannsæfina varð til þegar á staðnum. Við töfðum við lindina
um % stundar og bergðum af vatninu, sem var hinn bezti
svaladrykkur. Veðrið var mjög breytilegt þenna dag. Um ha-
degi fór loftið að gulna í suðvestri, og smátt og sinátt breidd-
ist guli liturinn út og döknaði. Ennþá var kyrt og heitt og
heiður himinn. Um kl. 2 fóru að koma smávindhviður, sem
stöðugt ágerðust, svo að um kl. 3 var orðið rokhvast. Sást nu
illa til jökla fyrir móðunni, og til austurs yfir Sprengisand
var sem að sjá í svartan vegg alt frá jörðu og hátt til himins.
Var nú erfitt að halda á móti sandrokinu, sem fylti vit okkar,
svo ferðin sóttist mjög seint. Vorum við staddir norður ai
Illviðrahnjúkum, er hvassast var. Síðar um daginn laegð*
veðrið nokkuð, og þokuslæðingur lagðist ofan á jöklana. Foi
nú að rigna og loftið að hreinsast, og voru það góð skiftn
Var mjög tafsamt að vaða kvíslarnar og ónotalegt í regninu
að fara úr fötunum og í þau aftur. Við þrömmuðum stöðugt