Eimreiðin - 01.10.1937, Side 100
444
ÖRÆKAGÖNGUFÖRIN 1908
eimreiðin
fellinu kom, svo sem lækir, fen og flóar. Veðrið var kalt og
hráslagalegt með sallarigningu annað slagið. Þannig héldiun
við áfram alla nóttina í þokunni og næturhúminu og urðum
allþjakaðir og sj'fjaðir, þegar á nóttina leið. Var nú útlitið
ekki sem bezt með það, að förin ætlaði að enda vel. En undir
morgun, um kl. 5, verður skyndileg breyting á okkar högum-
Veðrið mildaðist, það birtir af degi, þokunni léttir, og loks
fer sólin að skína, en framundan blasir við hið víðfræga Suð-
urlandsundirlendi, grösugt, fagurt og frítt, með einstökum há-
um fellum hér og þar.
Uppi á hálendinu greiðist þokan í sundur, og út úr þoku-
hjúpnum koma skír og töfrandi hrikaleg klettafjöll í allskon-
ar myndum. Við verðum hrifnir í annað sinn. Breytingin var
svo mikil og óvænt frá villu, á ókunnum svæðum í myrkri og
þoku, til glaðasólskins og hrífandi víðsýnis. Frá þessari sýn
mun samlíking Kára stafa í viðtali við Höllu í lok 1. þáttar
Fjalla-Eyvinds.
Halla hefur komist að raun um að Kári er landflótta þjóf-
ur, en vill samt fylgja honum eftir. Verður hann þá hrifinn
og segir: „En aldrei sá ég hvað þú ert fögur fyr en í kvöld-
Eins og blátt fjall, sem rís upp úr þoku.“
Að Hólum, efsta bænum í Biskupstungum, komum við um
kl. 7, er fólk var að fara á fætur. Höfðum við þannig verið
rétta 4 sólarhringa á öræfunum milli bygða — og varið til
göngunnar 66 stundum að meðtöldum styttri hvíldum, en 30
stundum til næturhvíldar.
í Hólum fengum við beztu viðtökur og háttuðum í rúmin.
sem fólkið hafði sofið í um nóttina. Þar sváfum við vært þang-
að til um miðjan dag, að við vorum vaktir með kaffi. Feng-
um við þar hesta og fylgd að Gullfossi, sem við sáum í ágætri
birtu síðari hluta dagsins. Þaðan héldum við að Gevsi og
gistum þar um nóttina, en ekki vildi hann gjósa fyrir okkur
frekar en aðra, sem voru þar á ferð um þessar mundir. Litla
Strokk gátum við fengið til að gjósa nokkru gosi, er við höfð-
um borið í hann sápu. Frá Geysi héldum við um Laugardal
að Snorrastöðum, en næsta dag um Þingvöll að Kárastöðum-
Á Þingvöllum töfðum við um 3—4 stundir til þess að skoða
þar forna sögustaði.