Eimreiðin - 01.10.1937, Side 109
eimreiðin
RADDIR
453
l>að sýnist, að hægt sé að villast svo algerlega i öfuga átt, þá liggur skýr-
’ngin einmitt í þessu, að fyrir hinum óreyndu og vankunnandi er lýðræðið
l>eim mun meira aðlaðandi en þjóðræðið, sem undanhaltlið er léttara en
sóknin. —
Af hinum þjóðlegu framförum, sem við fáum útlendingana til að
dásama, mundum við fá nokkuð hliðstæða mynd á sveitabæ, ]iar sem
skólagenginn sonur hefur tekið við búinu. Hann byrjar á því að reisa
nýtízkuhús fyrir lánsfé, kaupir dýr landbúnaðartæki, setur upp rafstöð
°g fleiri þægindi, sem alt samlagt kostar miklu meira en hinn arðbæri
bústofn. Hann hefur engan markað nærri sér fyrir búsafurðirnar, en
%ggir á „skyldu rikisins" til að ryðja allar braulir og brúa torfærur og
loks ábyrgjast sér fullan framleiðslukostnað. Hann umhverfir svo öllum
»júreltum búvenjum", rótar um jörðinni og kaupir aðfenginn áburð
alt upp á krít. — Svo koma blaðamenn frá höfuðstaðnum að sjá fram-
farirnar, og hann heldur þeim dýrlega veizlu og fær grein í blöðin með
’nyndum frá nýtízku sveitabúi og lofdýrð um hinn framsækna eiganda
þess. — Ríkið brúar nú árnar og leggur veg og síma heim til bóndans,
kostar honum ráðunauta, veitir honum árlegan ræktunarstyrk, tryggir
honum verðjöfnunargjald, sem tekið er af bændum með betri markaðs-
nðstöðu. Svo er neytendaverðið stórlega hækkað, og meira að segja sjálf
náttúran kemur með sitt tillag i bættu árferði. En ekkert dugar til að
”tryggja framleiðslukostnaðinn‘“. En ríkið má ekki bregðast „skyldu"
sinni og gerir nú loks ráðstafanir til að gefa bóndanum upp megnið af
skuldum lians. En svo dýrt er framfarabúið í rekstri, að bónda þykir sýnt
að bað beri sig jafnvel ekki skuldlaust. Hann sýnir því rausn og gefur
r’kinu jörðina með áhöfn gegn þvi að reka þar fyrirmyndarbú fyrir föst
Arslaun. Ný lofgrein í blöðunum vegsamar hina höfðinglegu gjöf, og ridd-
orakross er ekki nema iítill vottur um þakklæti þjóðarinnar.
Nákvæmlega liliðstæðan búskap við þetta liefur lýðræðið alstaðar rekið
a rikisbúinu. Ekki vegna þess að neinn hafi óskað þess, heldur vegna þess
að ]>að getur ekki annað. Aðaleinkenni lýðræðisins er sem sé höfuðlaust
ópersónulegt riki, sem stjórnað er neðan frá og utan að, með kosningum
°g atkvæðaverzlun. Raunverulega er ekki um neina sameiginlega heildar-
stjórn að ræða, heldur aðeins einskonar spilamensku um það, hvaða sér-
kagsmunir skuli i það og það sinn eignast allan réttinn — öll vöhlin
°g allan landssjóðinn, eða m. ö. o. hirða alt, sem lagt var i borðið. Af
l>essu leiðir auðvitað að ríkið er raunverulega úr sögunni sem sjálfstæð
stofnun, því að enginn getur, hvað feginn sem hann vill, tekið svari þess
i alvöru og framkvæmd, án þess að hlaða um leið undir andstæðinginn og
skaða sinn eigin flokk. En vegna viðskiftanna út á við verður samt að
i’alda ríkinu uppi að nafni til. En með líku móti og hið fyrnefnda sveita-
hú er það raunverulega rekið á óarðbærum grundvelli, og verður ])á ekki
annað fyrir en að sýna viðskiftaþjóðunum fram á hið mikla menningar-
starf, sem framfaraþjóðin er að vinna. Og af því að lýðræðið er altaf
ábyrgðarlaust, þá hvílir auðvitað skyldan á viðskiftaþjóðunum að gera