Eimreiðin - 01.10.1937, Qupperneq 116
460
RITSJÁ
EIMREIÐIN
yfirleitt lífræn og eðliieg, stillinn kviliur og fjörlegur, og sumstaðar
leiftrar af smellnum samlíkingum og orðatiltækjum í tilsvörunum.
Rammi leiksins og svið er óaðfinnanlega skej'tt utan um efni hans.
£n meðferð efnisins og bj’ggingu er ábótavant. Hinar tvær aðalpersónur
leiksins, Auðrún söngmær og Árni Bjargmann jarðfræðingur, eru ekki
svo skýrt mótaðar að skapgerð þeirra verði heilstej’pt og ljós, auk ]>ess
sem á skortir þá leikrænu þenslu í rás viðhurðanna, sem er nauðsj’nlegt
skilj’rði þess, að „drama“ geti orðið til. Það eru árekstrarnir, sem valda
þessari þenslu. Ef þá skortir, verður aðeins um frásögn að ræða — eða
ef til vill órímað Ijóð. í leiknum skortir þessa árekstra. Lejndarmálið
um efnið dýra, sem j'arðfræðingurinn á að hafa fundið og er aðalvið-
fangsefnið i fjrstu þrern þáttunum, einkum þó þeim ]>riðja, virðist su
uppistaða, sem ívaf leiksins á að fullkomna. En þessi uppistaða verður
að hálfgerðum bláþráðum í siðasta þætti. Enda verður það einkum áber-
andi þar, hve mjög það fer i handaskolum fj’rir höfundinum að koma
efninu i dramatiskt form og magna áhrifin af því, sem látið er gerast
á leiksviðinu. Tökin á efninu eru of laus, viðfangsefnið, sem á að leysa,
ekki nógu ljóst og hnitmiðað, lausnin því óákveðin og ekki sannfærandi
og heildaráhrifin veik. Með góðuin leikstjóra, samvöldum leikendum og
nokkrum breytingum í síðasta þætti mætti auka þau að miklum mun a
leiksviði. Yfirleitt virðist höf. hafa verið of fljótur á sér að láta prenta
verk sitt, því vafalaust mj-ndi hann geta endurbætt það mikið. Og til
þess ráðs mundi hann taka, ef það j’rði sýnt á leiksviði, eins og þessi
eftirtektarverða tilraun hins listhneigða höfundar ætti annars að ýmsu
leyti skilið. Su. S.