Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 14

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 14
214 ANDVÖKUR HINAR NÝJU eimbeiðin voru þessi: Þegar ég var drengur austur í Þingvallasveit, dvaldi þar um stund Jón Finnbogason, bróðir Guðmundar landsbóka- varðar og Karls skólastjóra. Hann var mentaður maður og fluggáfaður, sá maður, sem ég vildi sízt hafa farið á mis við á unglingsárum mínum. Hann talaði með mikilli aðdáun uni Stephan, og fékk ég að heyra hjá honum visur, sem hann kunni. Varð það til þess að Andvökur urðu meðal þeirra fyrstu bóka, sem ég veitti mér sjálfur. II. Hin nýja útgáfa Sigurðar Nordals af Andvökum er mikil bók, eða 400 bls. í stóru broti. Kvæðin eru 120 að tölu, þar af laeinar stökur og smá-kviðlingar. Hitt er mestalt stórkvæði eða lieilir Ijóðabálkar, eins og Ivolbeinslag og Á ferð og flugi. Þetta úrval sýnir bezt af hve miklum auði er að taka hjá Stephani, því að enginn, sem þekkir nokkur deili á honum getur komist hjá því að sakna margra og mikilla kvæða. Hitt er vandinn meiri að nefna þau, sem rýma skyldi úr bókinni- Ég hefði einhverntima ætlað, að ekki yrði svo gefið út úr- val úr Andvökum, að þar væri ekki Hergilseyjarbóndinn. Þo sakna ég hans nú ekki mjög. Stephani þótti sér hafa mistekist með svar Ingjaldar og breytti því frá því sem það kom fyrst í Öldinni, og var með hvorugt ánægður. Lakara þykir mér að hér skuli vanta minn kæra vin, Patrek frænda. Það kvæði er að vísu dálílið hrjúft sumsstaðar á yfirborði, eins og hönd og búningur einyrkjans, en þar logar eldur djúpra tilfinninga undir hverju orði. Ætla ég að Stephani hafi verið þetta kvæði mjög kært. Skaði þykir mér það einnig, að hér er ekkert tekið úr Flutningnum í nýja húsið, af því að þar koma einna greinilegast fram þeir eiginleikar Stephans, sem gera hann 1 mínum augum undraverðastan sem mann. Þrátt fyrir alla ástríðu hans að ráðast á alt og alla, sem honum sýndist standa hinu góða fyrir þrifum, þrátt fyrir hans bjargföstu trú á betri daga í framtíðinni fyrir lýði og lönd, er hann bundinn heilög' um óslítandi böndum við fortíðina. Þó að nýja húsið sé fallegt með öllum búnaði utan og innan, dvelur hugur frumbyggj' ans við gamla kofann, því að hann er sá áfangastaðurinn a lifsleiðinni, sem mest var lagt í sölur l'yrir:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.