Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Side 16

Eimreiðin - 01.07.1940, Side 16
216 ANDVÖKUR HINAR NÝJU eimreiðin langbezt haldið sér uppi í lífsbaráttunni, og lcveðja hennar hafi verið gull og gæfa á vegi sínum. Mér finst einhvernveg- inn að þessi hugsunarháttur hafi hvergi átt eins djúpar rætur á jörðunni eins og meðal íslenzkra kynslóða i ríki hinna þöglu og naumgjöfulu fjalla. Því færra sem verðmætt bar að hönd- um, því stærra varð það í minningunni. Vera má að þessi heilagi eiginleiki sé að gufa upp í menningu nútímans, eða jafnvel orðinn að ódygð. En Stephan G. Stephansson hefur reyfað hann eilífri birtu sinna snildarlegustu ljóða. III. Kvæðunum í hinu nýja úrvali af Andvökum er skift eftir efni í 8 flokka, og gerir það bókina glöggvari til yfirlits, að svo miklu leyti sem kvæði Stephans rúmast innan sérstakra takmarka. í fyrstu fimm flokkana er auðvalið: Heimalandið, Úr sögnum og sögum, Fósturlandið, Á ferð og flugi og Sani- ferðamenn. Um síðari flokkana þrjá gegnir öðru máli, en þeir eru: Einyrkinn, Heimsborgarinn og Tíundir. Að skilgreina þessi kvæði hefur jafnvel vafist fyrir Sigurði Nordal. Orsökin er sú, að einyrkinn og heimsborgarinn eru mjög oft samferða í ljóðum Stephans og vant að sjá hvor hefur stærri hlut. Sama er að segja um trúmanninn og efasemdamanninn. Kvæðið André Courmont er gott dæmi þess, hve torvelt er að marka Stephani bás. Það stendur hér meðal samferðamanna eins og vera ber, án nokkurs tillits til efnis. Hinsvegar eru fá ljóð þessa víðskygna anda með meiri heimsborgarabrag: Fundið hafðir þetta þú! Og ætíð sterkur grunur lék mér á um æfi, menska menn að allar þjóðir ættu, hugumlíka, hjartaskilda, þó að móðurmál og föðurland svo fjariægt að þær skildi, að menn vissu, að liefði ei þeirra milli nokkur ferja farið. Hjá þér sýndist enginn fjörður orðinn milli hafna liirðmannsins og smalans, milli hafna háskólans og selsins. (Úrvalið, 195.) í þriðja lagi fjallar þetta kvæði um flóknustu rök lífs og dauða og gæti því engu síður átt heima í Tíundum. í þessunt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.