Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 19

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 19
eimreiðin ANDVÖKUR HINAR NÝJU 219 Hinsvegar talar hann þar fallega um Einar og bætir um fyrir honum, þar seni hann þótti helzt standa höllum fæti. Þá segir hann 1911 í bréfi til Baldurs Sveinssonar, að helztu skáldin séu Matthías og Valdimar (Briem), þó að þar fylgi böggull nokkur skammrifi. Af þessu er ljóst að honum hefur ekki vaxið Einar í augum, enda grunar mig að Stephan hafi ekki getað fylgst með honuin til hlítar á þessum árum, og elcki bendir neitt á það í bréfum Stephans, að honum hafi borist Hafblik í hendur. Þó minnist hann iðulega á bækur, sem honum hafa áskotnast og oft á sumar, sem honum þykja mik- ils verðar. Ég á mjög bágt með að trúa því, að hann hefði Þagað um þessa bók við vini sína, hefði hann eignast hana fyr en einhverntíma seint eða siðar meir. Árinu áður en Stephan yrkir Grím frá Hrafnistu, segir hann í bréfi til Þorsteins Erlingssonar, þar sem hann nefnir þá á nafn, Ind- Hða á Fjalli og Einar Benediktsson: „Annars á ég ilt með að fylgjast með, Þorsteinn. Ég er ekki svo fjáður að geta keypt öll íslenzk rit, þó ég kysi það helzt. Ég sé því flest af því seint °g margt aldrei og lendi svo andlega úti í horni.“ En hvort sem Stephan hefur séð Hafblik á þessum tima eða ekki, þá mundi hann litla ástæðu hafa haft til mann- jafnaðar. Hann er þá liálfsextugur maður, og eru vinir hans að gefa út Andvökur I—III, milli 50 og 60 arkir. Er mér nær að halda, að hann hefði við engan viljað skifta á sínuin „kær- ustu kvæðum“. í fyrsta lagi kunni hann full slcil á gildi ljóða sinna, og í öðru lagi voru þau svo samgróin starfi hans og lífshugsjónum, að óhugsandi er að hann legði þau til jafn- virðis við nokkurt annað verk. I þriðja lagi er Stephani það sízt ætlandi að ganga á hólm við atgervi nokkurs manns, og bera þar um vitni verk hans öll og jafnframt ritgerð Sig- urðar Nordals frá upphafi til enda, að þessum eina kafla undanskildum. V. Eitt af því, sem einkennir Stephan er það, hve framganga bans er hispurslaus og laus við alla óeðlilega dýrkun, hvort sem um er að ræða stefnur, flokka eða menn. En fjarst skapi er bonum að beygja sig fyrir því, sem frægt er og voldugt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.