Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 28
228
í SÍLÓAM
eimreiðin
helzti ræðumaðurinn á samkomunni. Hann var meðalmaður
vexti, þrekinn um herðar, bleikur í andliti og Ijóshærður. Hann
var i ljósgráum sumarfötum. Augu hans loguðu af innibyrgð-
um eldi hugróts og æsingar. Röddin var hvell, hóf sig 1
rokum og rykkjum langt yfir hámark sitt og kafnaði að lok-
um i öskri og háum skrækjum. Þá stóð ræðumaður á önd-
inni og froðufeldi af áreynslu og tryllingi. — Hann var einn
þeirra, er hlotið hafði náðargáfurnar ríkulega og gat læknað
með „handaálagningu“, að því er sagt var. Og sjúkir og þjáðir
höfðu sótt langar leiðir á mót þetta, þar sem náðargjafir guðs
áttu að falla þeim í skaut fyrir tilstilli bræðranna og systr-
anna, hans elskulegu útvöldu.
-----Brotsjóarnir stigu og hnigu um allan salinn:
— Drottinn vertu mér syndugum líknsamur!
— Já, já! Ó, ó! kvað við víðsvegar um salinn.
— Drottinn, ég þakka þér alla þína náð og miskunn!
— Já, já! Amen. Hallelúja!
—• Lofaður sé guð og faðir Drottins vors Jesú Krists.
— Amen! Amen! — Hallelúja!
— Æ, æ, ó! — Min synd er stærri en svo, að ég geti hana
borið!
—• Já, já! — Ó, ó, ó! — Vei mér aumum syndara!
— Vík frá mér, Satan!
— Já, já! — Ó, ó!
— Vei mér glötuðum syndara!
— O — o — ó!
— Ég hef syndgað gegn heilögum anda, og guðs blessaðai
náðardyr eru mér lokaðar.-----------
— Já, já! — Ó, ó, ó!
— Og við mig mun Drottinn segja: Farðu frá mér, bölvaður,
út í yztu myrkur.
— Æ, æ! — Ó! — Ó! — O — — ó!
Tvær konur stukku upp í ofboði, fórnuðu höndum og hljóð'
uðu upp yfir sig. Svo hnigu þær báðar niður á gólfið og lag11
hreyfingarlausar. —•
En hátt yfir örvæntingaróp hinna útskúfuðu hljómaði fagn-
aðarþrungið hallelúja-kór liinna frelsuðu. Sigurhlakkandi, him-
inrjúfandi þaklcar- og lofgerðarhróp sálna, sem lirifnar höfðu