Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 32

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 32
232 í SÍLÓAM EIMREIÐIN- hugsun. Sálir þeirra bárust með örstreymi tilfinninganna óð- fluga að opnum ósi, er það hugði hlið himnaríkis og opinn náðarfaðm guðs. Söngurinn fossaði og flæddi um allan salinn. Raddirnar urðu heitar og tryllingslegar af ofurmagni ástríðnanna: „Helg er hátííS og kær, hásætinu er Drottinn nær, er hann kemur út eftir sinni mær. Guðs í gimsteinahorg geng ég ásta- eilíf -torg, ]>ar sem hrúðguminn hrúðurina fær. Viðlag: Allelúja, amen! allir syngi hans menn ! Eilíf dýrð prýði háheilagt nafn!“ Karlar og konur féllust í faðma og kystust og kreistust. Augu þeirra loguðu og leiftruðu af rauðglóandi ástríðu- þrungnu almætti, er lagt hafði undir sig allan persónuleik mannsins. Líkami og sál, himnaríki og helvíti, eilíf sæla og eilíf útskúfun, — alt rann saman í ógurlegt hugarrót, svo að öll skilgreining og takmörk máðust út og hurfu. Öll hin svo- nefnda siðmenning var orðin að óljósum þokumyndum í út- jöðrum meðvitundarinnar. Og þær hurfu að lokum algerlega í ölduróti tilfinninganna. Frumhvatir mannsins einar voru eftir með fullu ráði. — Félagarnir sátu hljóðir og djúpt gripnir á svölunum. Nyir heimar og ókunnir birtust þeim hér. Frammi fyrir þeim la mannssálin afklædd og nakin á frumstigi sínu —■ afklædd öllum spjörum þroska og menningar. Öðrumegin óttinn vlð hið yfirnáttúrlega, dauðahræðslan og helvítisskelfingin sam- antvinnuð við hreinræktaða sjálfsbjargarhvötina. Hinunaeg111 stjórnlaus ofsafögnuður yfir því að sjá sjálfum sér borgið fra eilífri fordæmingu. Og að lokum kyneðlishvötin, eins og eld- rautt ívaf inn i þessa margþættu uppistöðu. -— Er leið á kvöldið, lægði ofviðrið. Taugaæsingunni slotaðh og þreytan seig þung og hljóð yfir söfnuðinn. Rödd prests- ins og einstöku hæglátra manna tók nú að njóta sin, og em- kennilega mildur friður féll á þessa mislitu villingahjörð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.