Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 32
232
í SÍLÓAM
EIMREIÐIN-
hugsun. Sálir þeirra bárust með örstreymi tilfinninganna óð-
fluga að opnum ósi, er það hugði hlið himnaríkis og opinn
náðarfaðm guðs.
Söngurinn fossaði og flæddi um allan salinn. Raddirnar
urðu heitar og tryllingslegar af ofurmagni ástríðnanna:
„Helg er hátííS og kær,
hásætinu er Drottinn nær,
er hann kemur út eftir sinni mær.
Guðs í gimsteinahorg
geng ég ásta- eilíf -torg,
]>ar sem hrúðguminn hrúðurina fær.
Viðlag:
Allelúja, amen!
allir syngi hans menn !
Eilíf dýrð prýði háheilagt nafn!“
Karlar og konur féllust í faðma og kystust og kreistust.
Augu þeirra loguðu og leiftruðu af rauðglóandi ástríðu-
þrungnu almætti, er lagt hafði undir sig allan persónuleik
mannsins. Líkami og sál, himnaríki og helvíti, eilíf sæla og
eilíf útskúfun, — alt rann saman í ógurlegt hugarrót, svo að
öll skilgreining og takmörk máðust út og hurfu. Öll hin svo-
nefnda siðmenning var orðin að óljósum þokumyndum í út-
jöðrum meðvitundarinnar. Og þær hurfu að lokum algerlega
í ölduróti tilfinninganna.
Frumhvatir mannsins einar voru eftir með fullu ráði. —
Félagarnir sátu hljóðir og djúpt gripnir á svölunum. Nyir
heimar og ókunnir birtust þeim hér. Frammi fyrir þeim la
mannssálin afklædd og nakin á frumstigi sínu —■ afklædd
öllum spjörum þroska og menningar. Öðrumegin óttinn vlð
hið yfirnáttúrlega, dauðahræðslan og helvítisskelfingin sam-
antvinnuð við hreinræktaða sjálfsbjargarhvötina. Hinunaeg111
stjórnlaus ofsafögnuður yfir því að sjá sjálfum sér borgið fra
eilífri fordæmingu. Og að lokum kyneðlishvötin, eins og eld-
rautt ívaf inn i þessa margþættu uppistöðu. -—
Er leið á kvöldið, lægði ofviðrið. Taugaæsingunni slotaðh
og þreytan seig þung og hljóð yfir söfnuðinn. Rödd prests-
ins og einstöku hæglátra manna tók nú að njóta sin, og em-
kennilega mildur friður féll á þessa mislitu villingahjörð.