Eimreiðin - 01.07.1940, Side 36
236
DRAUMAR
eimreiðin
síðari hluta æfinnar og í annað skiftið rétt á undan andláti
föður míns. Sá draumur var á þá leið, að ég þóttist vera kom-
inn að Sandi og inn í baðstofu þá, sem þar var til, þegar móðir
mín dó. Hvíldi faðir minn þar í rúmi sínu, en móðir mín sat
í stól framan við rúmið, og sagði hvorugt orð.
Aðra og að vissu leyti skylda drauma man ég frá æsku minni
og ætla, að ég hafi þá verið á 9. ári og nýlega byrjaður að læra
„Helgakver“. Þá dreymdi mig „djöfulinn" hvað eftir annað
þannig, að við vorum í sífeldum áflogum. Hafði ég að vísu
öllu betur, en gat þó ekki losnað við hann til fulls. Um síðir
urðu áflog okkar óvenjulega hörð og löng og bárust inn í
hraun fyrir sunnan Sand, fult af sprungum og gjám. Þar kom
ég „djöflinum" í eina gjána, bar á hann grjót — og hef ekki
orðið var við hann í draumi síðan. Undirvitundin virtist
hafa yfirstigið hann þarna með öllu. Hvaða þátt draumar
þessir kunna að hafa átt í því, að ég hafnaði útskúfunarkenn-
ingu kirkjunnar og síðan fleirum af kenningum hennar, þegar
á barnsaldri, skal ég þó ekki fullyrða um. Líklegast er að Njóla
Björns Gunnlaugssonar og rit Magnúsar Eiríkssonar, sem ég
kyntist snemma hvorutveggja, hafi átt mestan þátt í því. En
draumarnir um „djöfulinn" þó að líkindum töluverðan.
Næst vík ég að draumi, sem mig dreymdi ó Eiðum í Suður-
Múlasýslu snemma vors 1887. Ég ætlaði heim til mín að Sandi
þetta vor og með skipi, ef komist yrði. En á því var mikill
vafi, því harðindi voru og mikill ís við Norðurland. Nálægt
«
sumarmalum dreymdi mig draum þann, sem nú skal greina:
Ég þóttist vera á ferð með skipi frá Seyðisfirði til Vopnafjarð-
ar. Þegar til Vopnafjarðar kom, kom bátur úr landi, og sögðn
bátverjar þau tíðindi, að ófært myndi vera, vegna hafíss fyrir
Langanes. Þóttist ég þá fara í land á Vopnafirði, í því skyni
að fá mér fylgd og halda heimleiðis eftir sveitum. Liðu svo
stundir þar til 7 vikur voru af sumri, eða þar um bil. Fór ég
þá frá Eiðum til Seyðisfjarðar og síðan með skipi áleiðis til
Vopnafjarðar — eins. og í draumnum. En landveg heimleiðis
frá Vopnafirði ætlaði ég þó ekki að fara og hafði aldrei ætlað,
í vöku. Þóttist ekki hafa efni til þess að kaupa fylgd og flutn-
ing á hestum. Bjóst því við að snúa al'tur með skipinu, sem
ég var á, til Austfjarða, ef það kæmist ekki norður um, og