Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 36

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 36
236 DRAUMAR eimreiðin síðari hluta æfinnar og í annað skiftið rétt á undan andláti föður míns. Sá draumur var á þá leið, að ég þóttist vera kom- inn að Sandi og inn í baðstofu þá, sem þar var til, þegar móðir mín dó. Hvíldi faðir minn þar í rúmi sínu, en móðir mín sat í stól framan við rúmið, og sagði hvorugt orð. Aðra og að vissu leyti skylda drauma man ég frá æsku minni og ætla, að ég hafi þá verið á 9. ári og nýlega byrjaður að læra „Helgakver“. Þá dreymdi mig „djöfulinn" hvað eftir annað þannig, að við vorum í sífeldum áflogum. Hafði ég að vísu öllu betur, en gat þó ekki losnað við hann til fulls. Um síðir urðu áflog okkar óvenjulega hörð og löng og bárust inn í hraun fyrir sunnan Sand, fult af sprungum og gjám. Þar kom ég „djöflinum" í eina gjána, bar á hann grjót — og hef ekki orðið var við hann í draumi síðan. Undirvitundin virtist hafa yfirstigið hann þarna með öllu. Hvaða þátt draumar þessir kunna að hafa átt í því, að ég hafnaði útskúfunarkenn- ingu kirkjunnar og síðan fleirum af kenningum hennar, þegar á barnsaldri, skal ég þó ekki fullyrða um. Líklegast er að Njóla Björns Gunnlaugssonar og rit Magnúsar Eiríkssonar, sem ég kyntist snemma hvorutveggja, hafi átt mestan þátt í því. En draumarnir um „djöfulinn" þó að líkindum töluverðan. Næst vík ég að draumi, sem mig dreymdi ó Eiðum í Suður- Múlasýslu snemma vors 1887. Ég ætlaði heim til mín að Sandi þetta vor og með skipi, ef komist yrði. En á því var mikill vafi, því harðindi voru og mikill ís við Norðurland. Nálægt « sumarmalum dreymdi mig draum þann, sem nú skal greina: Ég þóttist vera á ferð með skipi frá Seyðisfirði til Vopnafjarð- ar. Þegar til Vopnafjarðar kom, kom bátur úr landi, og sögðn bátverjar þau tíðindi, að ófært myndi vera, vegna hafíss fyrir Langanes. Þóttist ég þá fara í land á Vopnafirði, í því skyni að fá mér fylgd og halda heimleiðis eftir sveitum. Liðu svo stundir þar til 7 vikur voru af sumri, eða þar um bil. Fór ég þá frá Eiðum til Seyðisfjarðar og síðan með skipi áleiðis til Vopnafjarðar — eins. og í draumnum. En landveg heimleiðis frá Vopnafirði ætlaði ég þó ekki að fara og hafði aldrei ætlað, í vöku. Þóttist ekki hafa efni til þess að kaupa fylgd og flutn- ing á hestum. Bjóst því við að snúa al'tur með skipinu, sem ég var á, til Austfjarða, ef það kæmist ekki norður um, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.