Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 38

Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 38
238 DRAUMAR eimreiðin urland. KI. 3 var þó annað orðið uppi á teningi veðurstofunnar og hríðarspá komin þar í staðinn fyrir bjartviðrisspána. Við ýmislegt þessu líkt verður ósjaldan vart. — Þegar svo ber við, að menn dreymir ákveðna menn undan sérstaklegum veðrum, verður orsakaleitin dularfyllri. En eitt mun þó mjög oft vera sameiginlegt við slíka drauma: veðrið mun oftast koma úr þeirri átt, sem draummennirnir eru i. Pétur Jónsson á Gaut- löndum dreymdi mig alloft meðan hann lifði, og fylgdu því jafnan suðræn heiðvindi. Unni Benediktsdóttur skáldkonu dreymdi mig einatt undan norðan-illviðrum, meðan lnin var á Húsavík, en aldrei síðan hún fluttist til Reykjavíkur. — Akveðnust veðurspá, sem ég hef fengið í draumi, er svona: Snemma á búskaparárum mínum var einu sinni sem oftar þrálát norðanátt um heyannatíma; stöðugir óþurkar, þoku- loft og nokkrar súldir, en ekki stórrigningar. Dreymdi mig þá einu sinni um miðja viku, að Jónas Guðmundsson móðurbróðir minn, sein þá var dáinn fyrir nokkru, kæmi á glugga yfir rúmi mínu og segði: „Þurkurinn kemur á þriðjudaginn.“ Þokuloft jafnt og áður var um morguninn, þegar ég vidtnaði, og hélt því fram næstu daga og alt fram á háttatíma næsta mánu- dagskvöld, svo að engin tákn sáust um veðurfarsbreytingu- En er ég vaknaði á þriðjudagsmorgun var orðið heiðskírt loft og góður þurkur. Það mun vera oftar, að mig dreymi dáið fólk en lifandi, og eftir kenningu Helga Péturss væri næst að ætla, að þar væn þá um „líkamninga“ að ræða, útvarpaða (sjónvarpaða) fra öðrum hnöttum. En ekki bendir það í þá átt, að hið dána fólk er venjulegast mjög bendlað við jarðneska atburði í draumun- um. — Maður hét Baldvin Sigurðsson og bjó lengi í Garði i Aðaldal. Hann var gestrisinn maður og vinsæll. Hann var sina- skamtalæknir, geymdi meðul sín í framhýsi, var þar alloft og einatt úti, ef gott var veður. Hafði þá oft þann sið að ganga úr hlaði móti gestum, er að garði bar, og heilsa þeim að fyn'a hragði. Nokkrum árum eftir að Baldvin dó, dreymdi mig að ég kom að Garði. Þótti mér Baldvin vera úti við, koma móti mér og rétta mér hönd. Ég vissi í draumnum, að hann var dáinn og spurði hann, hvar hann hefði verið síðan um vista- skiftin. En hann svaraði því, að hann hefði oftast verið „hérna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.