Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 44
244
UM ORÐ
eimreiðiN
Sögnin að drjúpa (Esp.: guti) er eftirherma hljóðsins, sem
heyrist frá dropanum, þegar hann drýpur. Fyrri hlutinn: drju,
likir eftir dropanum, þegar hann fæðist og fellur, seinni hlut-
inn: pa, líkir eftir hljóðinu, þegar dropinn skellur á jörð eða
í vatn, flezt út og missir hið upprunalega form. Við liggjum
ef til vill andvaka á kyrlátum nóttum og heyrum dropa drjúpa-
og við getum auðveldlega hermt eftir þessu hljóði með því að
hvísla: drjú-pa, drjú-pa.
Þetta orð, dropi eða drjúpa, minnir kannske á atburði, sem
lifaðir voru í rósemi eða kyrleika. Það er músik í orðinu, það
er fult af hægum, þó máske ofurlítið tilbreytingarlitlum, tón-
um. Af þaki drupu dropar í hátíðlegu öryggi og léku undii'
djúpum hugsunum. Þegar blær andaði og varð að lokum að
stormi, léku droparnir undir með sama hraða, í upphafi hægt
og þungt, en að lokum, þegar droparnir voru ekki lengur sínu'
eigin húsbændur, en flöktu til og frá og titruðu í fallinu, þa
mistu þeir jafnvægið og voru eips og manneskjur í lífsþáska-
Eða það minnir á göngu í stórum neðanjarðarhelli, ávalt
dýpra og dýpra, með hljóminn frá drjúpandi dropum í hlust-
unum. Haldið var á stóru, hvítu, logandi kerti til að geta séð
það athyglisverðasta í hellinum: steindropa og dropsteina.
Dropsteinarnir þekja gólfið eins og þéttur, smávaxinn skógur>
og einstöku sinnum relcumst við á stóra steina, sem eru í lögun
eins og skírnarfontar, með vatni í skálinni. Niður úr veggj11"1
og lofti hanga langir, grannir steindropar. Þar hefur dropmu
skapað stein umhverfis sig. Dropinn er eldd aðeins hlutu >
sem klýfur loft, hlutur án skapandi máttar. Hann er eilífur’
eilíflega skapandi. Hlustaðu á drjúpandi dropa, og þú muU|
minnast hverfulleiks tímans. Horfðu á lögun dropans, og Þu
munt auka og dýpka Íífsvizku þína.
Kveðið í þingmannaveizlu.
Ólafur Thór er staupastór.
Streymir um óragáttir
flæðisjór, og brendur bjór
brimar í fjórar áttir.
Eiríkur Einarsson frá Hœli.