Eimreiðin - 01.07.1940, Side 49
EIMREIÐIN
EFNI OG ORKA
2-49
ara sagt frá efnum, sem myndast við sundurliðun þess. Með
þvi að senda upp loftbelgi með sjálfvirkum mælingatækjum,
hefur það komið í ljós, að í 30 km. hæð eru geimgeislarnir
mörg hundruð sinnum sterkari en niðri við jörðu, og er það
sönnun þess, að geislarnir komi utan frá. En andrúmsloftið
veikir þá jafnmikið og blýplata, sem er 1 m. á þykt eða 10 m.
af vatni. Nú er litið svo á, að geimgeislarnir séu að minsta
kosti sambland af pósitífum og negatifum rafeindum (posi-
tron og elektron) og gammageislum. En hið merkilegasta af
öllu í þessu sambandi er þó það, að talið er sannað, að þessir
orkuríku gammageislar geti ummyndast i pósitífa og negatífa
rafeind, sem ávalt skapast þá samtímis og hægt hefur verið að
fylgjast með út frá sama depli, þar sem ekkert sást áður og
eigi var vitað um annað en gammageislana. En þar með er
ekki nema hálfsögð sagan, því að samleikurinn milli þess-
ara þriggja aðila fullkomnast á þann hátt, að rafeindirnar
ummyndast aftur í gammageisla. Rafeindirnar hverfa þá með
öðrum orðum skyndilega, þar sem áðnr hafði verið hægt að
sannfæra sig um tilveru þeirra. Margt er enn þá óráðið um
þessa geisla, og er ekki unt að fara frekar út í þá sálma. En
eitt af því, sem um getur verið að ræða, er spursmálið um lif-
fræðileg áhrif geislanna. Þar hefur einnig orðið vart við smá-
eind sem virðist að þyngdinni til liggja milli rafeindarinnar
og vetniskjarnans, en um eiginleika hennar að öðru leyti er
ókunnugt.
Auk þess sem hin pósitífa rafeind hefur fundist í geim-
geislunum, hefur hún einnig gert vart við sig í sambandi við
geislamögnuð efni, sem gerð eru af mannahöndum. Hún kem-
11 r þar úr frumeindarkjarnanum á nákvæmlega tílsvarandi
hátt og negatífa rafeindin (betaögnin) kemur úr kjarna hinna
geislamögnuðu efna, sem finnast í náttúrunni.
Þess hefur áður verið getið, að árið 1919 tókst Rutherford
1 fyrsta skifti svo kunnugt væri að breyta einu frumefni í
annað. Það var þegar hann notaði alfageisla til þess að kljúfa
köfnunarefnisfrumeindina. 1 þessu sambandi skal vakin at-
hygli á því, að þegar um það er að ræða að breyta einhverju
frumefni, þá nægir að fylgjast aðeins með þvi, sem gerist í
kjarnanum, því að þegar nýr kjarni hefur myndast, þá kem-