Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 50
250
EFNI OG ORKA
EIMREIÐIN
ur það af sjálfu sér, að hann dregur að sér rafeindir eftir þörf-
um, til þess að fullgera frumeindina.
Það er ekki víst að lesandinn veiti því athygli, án þess að
á það sé bent, að frumefnaummyndun svipuð þeirri, sem
Rutherford tókst að framkvæma, hlýtur að hafa gerst frá alda
öðli alstaðar þar sem geislamögnuð efni er að finna í náttúr-
unni, því að skilyrðið til slíkrar ummyndunar er það, að alfa-
ögn frá geislamögnuðu efni nái að samlagast frumeindar-
kjarna annars efnis, en að því búnu getur svo klofnað frá
einhver af hinum áðurnefndu frumögnum. Við það verður eftir
kjarni, sem tilheyrir einhverju öðru frumefni en þvi, sem
fyrir skeytinu varð. 1 þessu sambandi verður að athuga það,
sem fyr var sagt um hið tóma rúm milli frumeindakjarnanna,
en afleiðingin af þvi er sú, að það er aðeins ein af hverjum
miljón alfaögnum, sein hittir í mark. Slík ummyndun er þvi
svo hægfara, að hennar verður alls ekki vart, nema notuð
séu nákvæmustu vísindatæld. Nægir að benda á það sem
dæmi, að með allstórum skamti af geislamögnuðu efni mundi
það standa yfir í biljón ár að breyta einu gr. af efni í nýtt
frumefni. Með slíkum meðölum gat því ekki verið um raun-
hæf not að ræða á þessu sviði. Hins vegar sáu vísindamenn
fljótt, að það gat haft mikla þýðingu í rannsókna augnamiði.
ef hægt væri á einhvern hátt að framleiða afkastameiri og
ódýrari hríðskotatæki en meðalskamlur af geislamögnuðu
efni er.
Lærisveinar Rutherfords tóku málið upp frá þessari hlið-
Árangurinn varð umfram allar vonir, þvi að árið 1932, eða
13 árum eftir tilraun Rutherfords, tókst þeim með 400 þús-
und volta spennu (áhaldið gat framleitt 700 þús. volt) að fá
svo hraðfara vetniskjarna, að þeir gátu breytt kjarna lithium-
frumeindarinnar í heliumkjarna (lithiumgjarni og vetniskjarm
mynda tvo heliumkjarna), framleiddu með öðrum orðum
alfaagnir, sem voru meira að segja kraftmeiri en hinar kröft-
ugustu alfaagnir frá geislamögnuðum efnum.
Þessi tilraun er stórmerkileg að ýmsu leyti. Það var fyrsta
frumefnaummyndunin, sem tekist hafði að framkvæma á bein-
an vélrænan hátt, og alfaagnirnar, sem mynduðust, urðu inet-
hafar að orkumagni. Mönnum hafði hér tekist að yfirstíga