Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 54
254 EFNI OG ORKA EIMREIÐIN leiðsla svari kostnaði, því að með hinum fræga „CycIotron“ myndi það vara 10 þúsund milj. ára að búa til 1 gr. af gulli. Auk þess þyrfti að eyða til þess h. u. b. jafnþyngd hins fram- leidda gulls af dýrmætum málmi, platínunni. Hún er til margra hluta nytsamleg, einkum fyrir efnafræðinga, en það er meira en hægt er að segja um gullið, þótt gott þyki það til eignar. Er nú hægt að notfæra sér hina geysimiklu orku, sem rann- sóknir hafa sýnt, að losnað getur úr læðingi við vissar frumefna- ununyndanir? í aðalatriðum er hér um tvær hugsanlegar leiðir að ræða. Önnur er sú, að efnið ummyndist algerlega samkvæmt kenningu Einsteins, en hin er sú, að frumeindakjarnar byggist upp úr frumögnum eða öðrum minni frumeindakjörnum, en við það verður nokkur efnisrýrnun, eins og getið hefur verið um. Það sem efnismagnið rýrnar kemur fram sem orka, og hún er alls ekki neitt smáræði, þótt hún sé um 100 sinnum minni en það, sem fengist við algera ummyndun efnisins. Sú orka er svo mikil, að 1 gr. af hvaða efni sem er myndi nægja til þess að knýja skip með 1000 hestafla vél óslitið áfram í meira en 400 sólarhringa. Þessa eðlis er sú orka, sem fæst við ummyndun pósitífra og negatífra rafeinda í gammageisla. Það er ekki ósennilegt, að það komi mönnum á óvart, að hægt sé að vinna orku með því að byggja upp frumeinda- kjarna úr frumögnunum proton og neutron. Hitt gæti virzt eðlilegra, að „frumeinkaorkan“ leystist úr læðingi við það að kjarnarnir sundruðust í frumagnir sínar. En til þess að sundra frumeindakjarna þarf einmitt geysimikla orku, eins og ráða má af þvi, sem um þetta hefur verið sagt hér að framan. Enda þótt litlar líkur séu til þess, að mennirnir geti náð „frumeindaorkunni“ undir yfirráð sin, til nokkurrar verulegrar hagnýtingar, þá er hún þó alls ekki þýðingarlaus fyrir rnann- kynið. 1 stjörnunum, og þó einkanlega í nánd við miðdepil þeirra, þar sem talið er að ríkt geti hiti, er nemur miljónuni stiga og þrýstingur geti verið milljónir loftþyngda, eru skil- yrði til þess, að frumeindakjarnar ummyndist samfara orku- útstreymi og frumagnir efnis, eins og rafeindirnar, breytist i geislaorku. Þar er talinn uppruni þeirrar feikna orku, sem um biljónir ára hefur streymt og enn á eftir í biljónir ára að streyma út í geiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.