Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 54
254
EFNI OG ORKA
EIMREIÐIN
leiðsla svari kostnaði, því að með hinum fræga „CycIotron“
myndi það vara 10 þúsund milj. ára að búa til 1 gr. af gulli.
Auk þess þyrfti að eyða til þess h. u. b. jafnþyngd hins fram-
leidda gulls af dýrmætum málmi, platínunni. Hún er til margra
hluta nytsamleg, einkum fyrir efnafræðinga, en það er meira
en hægt er að segja um gullið, þótt gott þyki það til eignar.
Er nú hægt að notfæra sér hina geysimiklu orku, sem rann-
sóknir hafa sýnt, að losnað getur úr læðingi við vissar frumefna-
ununyndanir? í aðalatriðum er hér um tvær hugsanlegar leiðir
að ræða. Önnur er sú, að efnið ummyndist algerlega samkvæmt
kenningu Einsteins, en hin er sú, að frumeindakjarnar byggist
upp úr frumögnum eða öðrum minni frumeindakjörnum, en
við það verður nokkur efnisrýrnun, eins og getið hefur verið
um. Það sem efnismagnið rýrnar kemur fram sem orka, og hún
er alls ekki neitt smáræði, þótt hún sé um 100 sinnum minni en
það, sem fengist við algera ummyndun efnisins. Sú orka er svo
mikil, að 1 gr. af hvaða efni sem er myndi nægja til þess að
knýja skip með 1000 hestafla vél óslitið áfram í meira en 400
sólarhringa. Þessa eðlis er sú orka, sem fæst við ummyndun
pósitífra og negatífra rafeinda í gammageisla.
Það er ekki ósennilegt, að það komi mönnum á óvart, að
hægt sé að vinna orku með því að byggja upp frumeinda-
kjarna úr frumögnunum proton og neutron. Hitt gæti virzt
eðlilegra, að „frumeinkaorkan“ leystist úr læðingi við það að
kjarnarnir sundruðust í frumagnir sínar. En til þess að sundra
frumeindakjarna þarf einmitt geysimikla orku, eins og ráða
má af þvi, sem um þetta hefur verið sagt hér að framan.
Enda þótt litlar líkur séu til þess, að mennirnir geti náð
„frumeindaorkunni“ undir yfirráð sin, til nokkurrar verulegrar
hagnýtingar, þá er hún þó alls ekki þýðingarlaus fyrir rnann-
kynið. 1 stjörnunum, og þó einkanlega í nánd við miðdepil
þeirra, þar sem talið er að ríkt geti hiti, er nemur miljónuni
stiga og þrýstingur geti verið milljónir loftþyngda, eru skil-
yrði til þess, að frumeindakjarnar ummyndist samfara orku-
útstreymi og frumagnir efnis, eins og rafeindirnar, breytist i
geislaorku. Þar er talinn uppruni þeirrar feikna orku, sem
um biljónir ára hefur streymt og enn á eftir í biljónir ára að
streyma út í geiminn.