Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Page 64

Eimreiðin - 01.07.1940, Page 64
264 WINSTON CHURCHILL eimreiðin Churchill hafði á þingi verið á móti hinum gífurlegu fram- lögum til flotans, en í júlí 1911 breyttist afstaða hans í þessu máli. Þá hafði þýzka stjórnin sent fallbyssubátinn Panther til Marokko. En þetta tiltæki var af enskum og frönskum stjórnarvöldum talið fyrirboði þess, að Þjóðverjar ætluðu að skapa sér áhrifasvæði í Marokko og víðar á norðurströnd Afriku. Þeir Lloyd George, Morley og Churchill, sem þá var innanríkismálaráðherra, vöknuðu upp við vondan draum, og Lloyd George hélt ræðu mikla á fundi bankamanna í City, þar sem hann réðist á Þjóðverja fyrir ágegni þeirra. Churchill, sem áður hafði verið með allan hugann við innanríkismál, snéri sér nú með þeim krafti, sem jafnan einkennir hann, að því að kynna sér utanríkismálin og þá einkum hvernig Bretland vseri undir það búið, ef til stríðs lcæmi við erlenda þjóð. Til ófriðar kom ekki að þessu sinni, en þetta Marokkó-mál varð til þess, að Churchill ATar gerður að flotamálaráðherra. Frá því í október 1911, að Churchill varð flotamálaráðherra, og fram í ágúst 1914, að stríðið hófst milli Breta og Þjóðverja, gerði hann alt, sem í hans valdi stóð, til að auka og bæta brezka flotann. Og honum veittist eins létt.að verja hina breyttu af' stöðu sína í flotamálunum eins og afturhvarf sitt í flokkabar- áttunni áður. Hann, sem hafði barist gegn auknum framlögu111 til flotans, taldi nú aldrei nógu miklu fé til hans varið og var ákveðinn í að gera hann sem allra sterkastan á svo stuttum tíma sem framast væri unt. Hann hafði í þessu starfi nana samvinnu við fyrverandi yfirmann flotáns, Fisher, og að einka' ritara í flotamálaráðuneytinu valdi hann David Beatty, sem síð- ar varð frægur af framgöngu sinni í sjóorustunni miklu við Jótlandsstrendur. Þegar Churchill hafði tíma til frá störfum sínum í flotamálaráðuneytinu í Whitehall fór hann um borð í hersltipin, kafbátana eða sjóflugvélarnar, eða þá með snekkju flotamálaráðuneytisins, Enchantress, til þess að sjá alt með eigin augum og kynnast sem bezt ásigkomulagi sjóhersins. Það er haft eftir Asquith forsætisráðherra, að Churchill hafi verið mjög herskár á fundum ráðuneytisins síðustu vikuna í .i1^1 1914 og krafist þess að fá að láta flotann vera tilbúinn til a^' lögu á hvaða augnabliki sem væri. Laugardaginn 1. ágúst hafði hann skipað hverri flotadeildinni um sig á sínar ákveðnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.