Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.07.1940, Qupperneq 68
268 WINSTON CHURCHIIJL eimreiðin á nýrri skipan í hervörnum brezka alríkisins. Framkvæmdir hans í báðum þessum málum urðu fyrir mikilli gagnrýni í neðri málstofunni, og einn af helztu samstarfsmönnum hans í flugmálaráðuneytinu sagði af sér út af ósamkomulagi uni þessar framkvæmdir. Hann sætti einnig mikilli gagnrýni fyrir stuðning brezku stjórnarinnar við hvit-Rússa, í hernaði þeirra við bolsjevíkana í Rússlandi. Var þeixn Ivolchafv og Denekin, foringjum hvít-Rússa, veitt 28 milj. sterlingspunda lán í Eng- landi og ýms önnur aðstoð. Churchill var borinn þeim sök- um að hafa notað aðstöðu sína til að blanda sér inn í innan- landsstyrjöld framandi ríkis á óviðeigandi hátt. En Churchill taldi sig geta sannað, að ásakanir andstæðinganna hefðu ekki við rök að styðjast. Tímabilið frá 1922 til 1939 er rólegasti kaflinn úr ævi Churc- hills. Með falli samsteypustjórnarinnar frá stríðsárunum og myndun nýrrar stjórnar undir forsæti Bonars Law hverfur hann um skeið af sjónai'sviðinu, eins og fleiri ráðherrar frá stríðsárunum, þar á meðal sjálfur Lloyd George. Churchill geng- ur aftur í íhaldsflokkinn, er um skeið fjármálaráðherra, berst í þinginu móti heimastjórn Indverja af sinni venjulegu mælsku, heldur ræður á móti afvopnun og varar við vaxandi veldi nazistanna þýzku, en veldur engum aldahvörfum í brezk- um stjórnmálum á þessu seytján ára timabili. Þó er það eng- um einum manni meira að þakka en honum, að þjóðin brezka, þing hennar og stjórn vaknar til meðvitundar um vaxandi veldi Þriðja ríkisins, Þýzkalands, og þær hættur, sem Eng- landi séu búnar af hinu þýzka nazista-veldi. í fimm undanfarin ár, áður en yfirstandandi styrjöld brauzt úr, hefur hann með mælsku sinni einni haldið uppi óslitinni baráttu fyrir því að opna augu landa sinna fyrir þeirri hættu, sem hann hefur tali'ð Bretlandi stafa af vaxandi veldi Þýzkalands. Hann hefur verið sannkallaður Demosþenes þjóðar sinnar. Demosþenes varaði Grikki við Filippusi af Makedoníu, og varð þrátt fyrir alla sína mælsku að horfa upp á það, að Grikkir hlýddu of seint ráð- leggingum hans. ChurchiII hefur ekki dregið af sér, þótt hann hefði hvorki stjórnina, blöðin, eða þjóðina sjálfa til stuðnings sinum málstað í fyrstu. En nú er Bretland vaknað, og enginn einn maður hefur átt meiri þátt i að vekja það en mælsku-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.