Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 71
eimreiðin
r
A biðilsbuxum.
Smásaga. Eftir Kolbrún.
Hann Brandur á Hamri gekk steinþegjandi inn í baðstof-
una, með samanklemdar varir, þvottaskál í annari hendi, en
rakhníf, kúst og sápu í hinni.
Guðbjörg húsfreyja hætti að róa og leit stórum augum á
son sinn. Svo ýtti hún skýlunni niður í augu, hélt áfram að
Prjóna og reri, eins og lifið lægi við.
En Brandur rakaði sig vandlega, bæði vangana og hökuna,
en efrivarar-skeggið kom náttúrlega ekki til greina, þvi það
átti að vera á sínum stað, til merkis um virðuleik mannsins.
Einhver hafði stungið því að Brandi, að allir þjóðhöfð-
ingjar og meiriháttar menn bæru svona skegg, og Brandur
hafði verið að bisa við að fá það fallegt í allan vetur, enda
var það nú orðið hreinasta listamannsskegg.
Þegar rakstrinum var lokið klæddi hann sig í hvíta man-
séttuskyrtu, dökkar, fínar klæðisbuxur, sem hann hafði keypt
skraddarasaumaðar í kaupstaðnum þá um haustið og aldrei
hoinið í fyrri, ekki einu sinni á jólunum. Síðan kom spari-
vestið og sparijakkinn, harður hattur og hornspangagleraugu,
er ekki sízt settu svip á manninn.
Brandur horfði lengi i spegilgrýtuna og sneri upp á endana
a efrivararskegginu, þangað til þeir hringuðu sig út í loftið,
eins og mórautt lambshár.
Hún Guðbjörg gamla hristi rétt si sona höfuðið, því hún var
a$ minsta kosti engin pjattrófa. Annars var ekki furða, þó að
Brandur byggist upp á. Það var svo sem ekkert áhlaupaverk,
sem stóð til hjá honum. Hvorki nieira né minna en að biðja
heiniasætunnar á Kömbum.
Nú átti lolcsins til skarar að skríða. í sex ár var hann búinn
að velta þessu fyrir sér, en altaf hafði hún slegið hann út
af laginu.
Bað var sama hvar hann reyndi: í fjósinu, undir bæjar-
veggnum, inni i stofu, úti á túni, — altaf var staðurinn og