Eimreiðin - 01.07.1940, Side 73
eimreiðin
Á BIÐILSBUXUM
273
undir þunnu líninu. Pilsið var nærslcorið og afhjúpaði greini-
lega ávala mjaðmanna.
Brandi var illa við þessi dónalegu pils, enn ver en við þunnu
blússurnar, þó hvorttveggja sýndi jafn óguðlega frekjulega
■vöxt konunnar, eins og guð hafði skapað hana. Öll stúlkan
var eitthvað svo holdleg og mjúk að sjá, að Brandur varð dauð-
feiminn þarna á biðilsbuxunum.
.,E-er —■ Áslaug — heima?“ stamaði hann, hálfkindarlega.
„Áslaug? Já.“ Stúlkan brosti svo skein í mjallhvítar tenn-
urnar. Rödd hennar var mjúk og viðkunnanleg.
„Gerðu svo vel og gaktu í bæinn,“ sagði hún og fór inn göngin
a undan honum.
Áslaug kom á móti þeim, og Brandur heilsaði henni ástúð-
lega, en gat þó ekki haft augun af ókunnu stúlkunni.
„Ja, hérna! Nú ber eitthvað nýrra við!“ hrópaði Áslaug og
burkaði sér um hendurnar á svuntu sinni. „Þarna kemur þú
Uppdubbaður, með harðan hatt og hvítt brjóst, eins og sýslu-
uiaðurinn sjálfur. Og hvert er ferðinni heilið, Brandur
minn?“
Brandur var nú ofurlítið farinn að ná sér eftir fátið, sem
hafði komið á hann fyrst, þegar hann sá ókunnu stúlkuna.
„Ja, ætli það verði nú langt ferðalag,“ sagði hann dálítið
sbjálfraddaður. „Eiginlega þarf ég að tala við þig undir fjögur
augu.“
„Við mig?“ sagði Áslaug snögt, uin leið og þau gengu í stof-
Una. „Já, já, hvorki meira né minna. En drektu nú kaffisopa
fyrst, ég þarf að bregða mér dálítið frá. Kaja frænka situr hjá
Þér á meðan. Er það ekki, Kaja?“ Hún vék sér að ókunnu
stúlkunni.
Svo hún hét Kaja, yndislegt nafn, hugsaði Brandur. Stúlkan
br°sti og leit á Brand stóru gráleitu augunum, og Áslaug fór
fram.
t-’au settust hvort á móti öðru, og Brandur þorði ekki fyrir
sút litla líf að líta upp, en einbeitti huga sínum að bónorðinu
til Áslaugar. Augnaráð stúlkunnar hvíldi á honum, heitt og
niagnþrungið, svo hann varð að líta upp, hálf-felmtraður þó.
„Bað er gott veðrið núna,“ sagði hann hikandi og leit flótta-
leSa í kringum sig.
18