Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 74
274
Á BIÐILSBUXUM
EIMREIÐlíí
„Gott, já, það held ég nú,“ svaraði stúlkan og hló léttan
hlátur, sem sigraði Brand algerlega.
Þegar Áslaug kom inn með kaffið, var svo losnað um mál-
beinið hjá honum, að hann hélt áfram að tala, og vitanlega
fór Áslaug strax út aftur.
Svo vildi það undarlega til: Mjúk hönd lá í vinnuhörðum
lófa hans, og einhver brennheitur, kitlandi straumur fór um
hann allan. Helzt fanst honum að hann væri að springa í loft
upp, en sprengiefnið dreifðist, og hann hélt dauðahaldi um
hendina, meira að segja þreifaði áfram upp holdugan hand-
legginn, fann lausklædda öxlina og tók yfir um Iíaju frá sér
numinn. Hönd hans lenti eins og ósjálfrátt á hægra brjóstinu,
svo heitu og silkimjúku. Og Kaja bar sig ekkert á móti. Nei,
ónei, hún lagði sig bara ósköp rólega að jaldíaklæddum barmi
hans og teygði sig upp til hans, að hann kysti hana. Og ekki
lét Brandur á sér standa. Það var heldur ekki slorlegt að kyssa
hana Kaju með þessar holdugu, blóðrauðu varir, sem voru sizt
harðari viðkomu en hann hafði hugsað sér; hann kysti hana
beinlínis gráðugt. Aldrei á æfi sinni hafði hann reynt slíkan
unað áður.
Loks fékk hann málið aftur.
„Þú kemur heim með mér í kvöld, Kaja,“ sagði hann í bsen-
arrómi.
Hún leit beint framan í hann, mjög undrandi á svip og ekki
einu sinni vitund rjóð í andliti.
„Hvernig dettur þér slíkt í hug, maður?“ spurði hún forviða-
„Nei, ástin min, ekki í kvöld, en hvenær?“ spurði Brandur
viðkvæmur og kysti Kaju aftur.
„Hvenær?" endurtók hún spyrjandi. „Það veit ég sannar-
lega ekki; ég hef ekki hugsað neitt til þess.“
„Við getum gift okkur í vor,“ sagði Brandur, æstuin rómJ
og utan við sig, en hún vatt sér ofurlítið frá honum.
„Góði minn, þér dettur þó ekki í hug ...,“ byrjaði hún, en
Brandur greip fram í með angist í málrómi og svip.
„Kaja! — Þú ætlar þó að giftast mér ...!“
„Hvaða dauðans skelfingar bull er þetta!“ hrópaði Kaja og
sleit sig lausa. „Hvernig ætti ég að vilja giftast þér, maðui •
Ég, sem þekki þig ekki minstu vitundar-ögn, veit varla hvað