Eimreiðin - 01.07.1940, Page 84
284
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
EIMREIÐIN
huga manns og flytur hug-
myndirnar til vissra heila-
stöðva um skyntaugarnar, svo
sem þegar lyfta á hönd eða
fæti, þannig fara hugstraumar
eða hugsanaöldur, samkvæmt
nákvæmlega sömu lögmálum,
til annara, sem eru í andlegum
tengslum við sendandann, það
er að segja þann, sem er gædd-
ur nægilegri fasthygli og vilja-
orku tíl þess að stjórna hinni
segulmögnuðu orku hugsunar-
innar.
Heilinn, þráðlaus sendi- og[ móttökustöð.
Næsta kvöld ræddum við
um heilann, hina þráðlausu
stöð, ég og meistari minn.
Hann sagði: „Þráðlaus orka
er hvarvetna á ferðinni í þeim
víðáttumiklu heimi, sem vér
lifum í. En hún hefur engin
sýnileg áhrif, unz hún kemst í
samband við tæki, sem eru
sérstaklega gerð til þess að ná
henni upp. Er ekki heilinn ein-
mitt eitt slíkt tæki? Gæti hann
ekki verið áhald sérstaklega
til þess gert að vera stöð fyrir
alheimsorku andans?“
Ég svaraði: „Um skeið hef
ég verið að reyna að greiða
úr þeirri flækju, sem hug-
myndir nútímavísindamanna
um hugann hafa lent í, og not-
að til þess bæði sálfræðileg og
lífeðlisfræðileg rök. Mér hefur
virzt, oð hugur og heili séu
ekki altaf samstarfandi, eins
og greinilega kemur fram und-
ir áhrifum svefns og deyfi-
lyfja, svo og dáleiðslu. Þess-
vegna er mjög sennilegt, að
hugur sé í rauninni afl utan
við einstaklinginn, sem að-
eins verki á heila hans, þegar
þetta líffæri er í sérstöku ásig-
komulagi.
í myrkri næturinnar frani-
leiðir útvarpstækið greinilegra
tal og tónlist en um hábjartan
daginn. Á líkan hátt er hægt
að iðka fjarhrif í næturkyrð-
inni jafnvel til þeirra, sem
maður hefur ekkert meðvit-
andi samband við á daginn.
Trúin á „ilt auga“ og álög, sem
var svo rik í hugum fólks a
miðöldunum, er alls engin
vitleysa, heldur liggur vísinda-
legur veruleiki að baki.
Á þvi er ekki nokkur vafi>
að tvær persónur geta skifst a
hugsunum, um langar vega-
lengdir, alveg eins og vér get-
um með móttökutækjum tekið
við því, sem útvarpsstöðin
sendir út. En fjarhrif krefjast
mikillar þolinmæði og æfing-
ar — og umfram alt sainræmis
í hugsun þ. e. einbeitingar