Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 102

Eimreiðin - 01.07.1940, Síða 102
302 RITSJÁ eimreiðin hægt aö fóðra þetta, en höf. gerir það eldti nógu skýrt, þar er eins og vanti framan við söguna. Yfirleitt eru tveir fyrstu kaflarnir dálítið fjarstæðukendir, svo sem þjófnaður Ávalda og flótti: ekki nógu vel um þetta húið til þess að lesandinn setji ekki upp vantrúarsvip. Gullsmið- ur í Reykjavik geymir 5000 kr. undir þröskuldinum og afhendir þ®r í andarslitrunum óviðkomandi manni, fyrst og fremst til þess að konan lians fái þær ekki — og þessi maður flýr með þær í fjarlæga dvaiarsveit og slær eign sinni á þær, i stað þess að skila þeim móður hans. Ýmislegt svipað má telja, sem orkar tvímælis, en hér er það ekki ætlunin. Aðalatriðið er, að hér hefur ungur höfundur skrifað skáld- sögu, sem tekur langt fram þeim þrem sögum, sem áður hafa komið út eftir hann, skáldsögu, sem er vert að kynnast og lesin mun verða með áhuga og vaxandi eftirvæntingu eftir því sem líður að lokum hennar og lausn þeirra viðfangsefna, sem höf. cr að glíma við. Svo að síðustu fáein orð um stíl höfundarins. Hann er að vístj all- þróttmiliill, en liann vantar þá fágun og töfra, sem er svo nauðsyn- legt atriði hverjum rithöfundi. Látum svo vera, að einstök orðatiltæki minni óþarflega mikið á lélegt talmál eða að röng greinarmerkjasetn- ing umturni þýðingu setninga, svo sem t. d.: „Maria lagði af kynsystur sinni til samlætis", i stað „María lagði af, kynsystur sinni til samlætis", eða t. d. „hugsanir fóru að koma fram í verknaði, sem hún byrjaði að iðka i kyrþey". Hvortveggja dæmin tekin af liandahófi á sömu blað- síðunni (II, 148). Þetta danskhugsaða „byrjaði" (í stað „tók“ eða ,,hóf“) er orðið álika algengt í ritmáli eins og t. d. upptuggan „allur almenn- ingur“ i stað „almcnningur“, sem maður rekst á daglega í blöðunum. En þetta og þvíumlíkt eru aðeins námsatriði, sem auðveld eru með- ferðar. Erfiðara er að ná þeim léttleika og sveigjanleilc i stíl, sem grra sjálfar setningarnar að sérstæðu fyrirbrigði fegurðar og yndis. Guð- mundur Daníelsson mun ekki láta hér staðar numið í stilmeðferð fremur en í persónulýsingum eða meðferð vandasamra söguefna. Hann hefur með þessari bók sýnt, að hann tekur rithöfundarstarf sitt alvarlega og að af honum má góðs vænta. Sv. S. Hclga Þ. Smári: HLJÓÐLÁTIR HUGIR OG ELEIRI SÖGUR. Rvk. Í939- (Bókaverzlun Guðmundar Gamalielssonar). — Þessar sjö smásögur, sem eru eftir nýjan, áður ókunnan liöfund, virðast bera það með sér sumar, að þær séu til orðnar á hlaupum frá öðrum störfum, svo að höfundur- inn liafi ekki gefið sér tóm til að endurrita þær eða ganga frá þeim til hlítar. Svo er t. d. um aðra og lengstu söguna, Stjúpbörnin. Efnið er tekið úr islenzku sveitalífi: gamla sagan um vondu stjúpuna og iHa meðferð hennar á stjúpbörnum sínum. Efnið er því merkilegt í sjálfu sér. En frásagnarliátturinn er laus i sér og sumstaðar ruglingslegur (sjá t. d. hls. 60). Þessi og fleiri smíðalýti hefði verið auðvelt að laga> með því að beita meiri vandvirkni. Fyrsta sagan og sú, sem bókin dregur nafn af, gerist í Kaupmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.