Eimreiðin - 01.07.1940, Side 104
304
RITSJÁ
eimreiðin
einmitt nú, í ágætri þýðingu Jóns SigurSssonar frá Kaldaðarnesi, sem
áður hefur þýtt bæði Viktoriu og Pan Hamsuns. — Um sjálfa bókina er
óþarfi að orðlengja, enda fjölda íslendinga kunn áður, sem lesið hafa
hana á frummálinu. Hún er ógleymanleg sálarlífslýsing manns, sem
berst við hungur og þær liörmungar og umkomuleysi, sem því fylgiu
klassiskt rit úr bókmentum nítjándu aldarinnar, um eymd og þjáningu
mannlegrar sálar. ‘ Sv. S.
MORGUNN, 1. hefti 19//0. Með þessu hefti Morguns liefst nýr áfangi
í tvennum skilningi hjá þessu vinsæla tímariti um andleg mál. Það hefur
með lieftinu náð tvítugsaldrinum og liafið þriðja áratuginn, og jafn-
framt tekur nú við ritstjórninni ungur og áhugasamur þátttakandi í
starfi Sálarrannsóknarfélags íslands, sem er útgefandi ritsins. Þessi
maður er Jón Auðuns, fríkirkjuprestur í Hafnarfirði, og má vænta
góðs af honum í þessu nýja starfi, því hann virðist hafa mikinn áhuga
fyrir rannsóknum dulrænna fyrirbrigða, sálarrannsóknunum í heild og
er ritfær vel. Heftið hefst á stuttri grein um 20 ára útgáfutímabil Morg-
uns, en aðrar helztu greinar eru þessar: Ifvað segir spiritisminn um
Krist? erindi eftir ritstjórann, Breyttur heimur, þýdd grein af Kristm
Daníelssyni, Alfa og Omega eftir sira Jakob Jónsson, Fjarhrif eftir rit-
stjórann, Psychometri eftir Einar Loftsson og Frá huliðsheimum, dul-
sýnir ýmsar, sem Hafsteinn Björnsson skýrir frá og skrásetur liér ur
eigin reynsiu sinni. Þá er ennfremur i heftinu Á víö og dreif eftir rit-
stjórann, samskonar bálkur og Ritstjórarabb Morguns, sem Einar H.
Kvaran reit að staðaldri, meðan hans naut við sem ritstjóra þessa tímU'
rits, og átti ekki hvað minstan þátt í að afla þvi lesenda. Hinn nýi nt-
stjóri licmur hér víða við, og ber bálkur þessi með sér, að hann fylgist
vel með þeim málum, sem tímaritinu og útgefendum þess er, samkvæmt
stefnuskrá hvorratveggja, ætlað að vinna að. Sv. S.
Lytton Strachey: VIKTORÍA DROTNING. Kristján Albertsson þúddi.
Rvk. 19'i0. (Bókaútgáfa Menningarsjóös). Ég veit ekki hvernig aðrir eru
gerðir, en eftir lestur bókarinnar hef ég takmarkaða samúð með sögu-
hetjunni og enga með eiginmanni hennar, sem reyndist trúr lieiti sinu
að hætta aldrei „eiil trcuer Deutsclier, Coburger, Gotlianer zu sein“. Mer
finst samúð nútímamanna hljóta að vcra með ýmsum aukapersónum sog-
unnar. Alt um það er mynd Viktoríu drotningar mikilúðleg og mcð hrein-
um dráttum. Og um hennar daga efldist Bretaveldi mjög.
Það var gott að fá þessa bók á íslenzku. Hitt er svo annað mál, hvort
ríkið liefði ekki heldur átt að kosta prentun rits, er ekki hefði verið a
færi einstakra manna að kosta.
Þýðingin hefur sætt misjöfnum dómum, en sennilega hefur þýðand
inn ekki átt þess kost að leggja siðustu hönd á verk sitt.
M. Th.