Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 12
308
MÁLVERND OG MENNING
eimreiðin
að geta fært sér í ngt bókmentir stórþjóðanna, talað tungu
þeirra og fglgst með lífi þeirra og menningu með lestri blaða,
tímarita og bóka hinna bezt mentu þjóða. En enginn ment-
aður maður lætur sína eigin tungu sitja á hakanum fgrir
öðrum, hve margar sem hann kann og hve oft sem hann
kann að þurfa þeirra við. Það er ætið ómenningareinkenni
og volæðis — að vanmeta möðurmálið, misþgrma því eða gera
það að hornreku. Þetta þarf almenningur að muna einmitt
nú, og ekki siður, heldur miklu fremur, forgstumenn þjáðar-
innar, kennarar hcnnar og aðrir leiðtogar, þegar svo mjög
regnir á, að þjóðareinkennin njóti sin.
Góður mælikvarði á islenzka menningu er það, í live ríkum
mæli vér höfum móðurmálið i hávegum. Því þar finnum vér
alt líf þjóðarinnar og alla baráttu frá örófi sögu hennar, eins
og Matthías Jochumsson hefur lýst svo eftirminnilega í einn
erindanna úr Ijóðabálknum til Vestur-íslendinga:
Tungan gcijmir i tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðar-ljóð frá elztu þjóðum,
heiftar-éim og ástarbríma,
örlagahijóm og refsidóma,
land og slund i lifandi nujndum
Ijóði vígðum — geijmir í sjóði.
íslenzkan, þessi frummóðir norskunnar, sænskunnar,
dönskunnar, færegskunnar, þessi auðuga lind, sem sjálft
heimsmálið, enskan, hefur á liðnum öldum ausið af, má aldiei
falla í vansæmd fgrir vora vömm. Hún er dgrmætasti arfnr-
inn, sem vér eigum.