Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 71
eimreiðin
STYRJALDARDAGBÓK
367
Þrándheimshéraði milli Þjóðverja annarsvegar og brezkra og norskra
hersveita liinsvegar. Brezkar herdeildir settar á land í Raumsdals-
firði.
21. apríl. Bardagar í Oslóliéraði. Bretar gera flugárásir á flugvelli
hjá Stavangri í Noregi og Álaborg í Danmörku.
22. apríl. Brezkar hersveitir berjast með Norðmönnum við Litla-
Hamar, norður af Oslo.
23. apríl. Brezkar næturflugárásir á flugvelii við Osló og Álaborg.
Harðir bardagar fyrir norðan Þrándheim.
25. apríl. Bandamenn láta undan síga við Litla-Hamar. Franskur
tundurspillir sökkvir tveim þýzkum eftirlitsskipum í Skagerak.
26. apríl. Þjóðverjar sækja fram suður af Dombaas í Noregi. End-
urteknar loftárásir Breta á liernaðarlega mikilvæga staði í Dan-
mörku og Noregi.
28. apríl. Þýzkt fluglið geri árásir á Álasund og Molde.
30. apríl. Sókn Þjóðverja við Dombaas stöðvuð, Sprengiflugvél
hrapar til jarðar við Clacton á Englandi. Sprengjurnar, sem flug-
vélin var með innanborðs, springa um leið og vélin hrapar á jörðu,
örepa tvo, en særa 156 manns.
Við rokkinn.
Hún situr við rokkinn og raular,
rokkurinn ymur og þýtur.
Hún teygir lopann með hnýttri hönd
og hnökrana burtu slítur.
Hriðin á hreysinu dynur,
héluló vefst um gluggann.
Ljósið á fölvum fífukveik
flæmir í burtu skuggann.
Hún spinnur, og þeibandið þýtur
og þeytist um snælduteininn.
Hún brosir og vonar það verði nóg
í vetlinga á yngsta sveininn.
llún situr við rokkinn og raular
rímnastefin í brotum.
Það logar enn þá á litium kveik,
en lýsið er senn á þrotum.
Hjörtur frá Rauðamýri.