Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 13
eimreiðin
Edda Finnlands.
Eftir Bjarna M. Gíslason.
Eins og sjá má af sögu mannkynsins, er það hvorki herstyrk-
ur eða höfðatala, sem ræður mestu um, hvar andleg menning
ber fegursta ávexti. Stundum hefur það borið við, að lítil þjóð,
sem lifði í áþján og gleymsku, vakti umtal og athygli heimsins,
af því að hún hafði skapað og varðveitt andleg verðmæti, sem
voru meira virði en það vélaglingur, sem stórþjóðirnar stæra
sig af.
Meðal þessara smáþjóða eru Finnar. í mörg hundruð ár hafa
þeir varðveitt í þjóðarmunni skáldskap, sem er gullnáma frá
fagurfræðilegu sjónarmiði, og það ekki aðeins fyrir Finna
sJálfa, heldur einnig fyrir aðrar þjóðir. Hér er átt við hinn
uiikilfenglega finska hetjuóð „Ivalevala“, sem á vissan hátt gæti
ballast „Edda Finnlands“, því hann hefur haft svipaða þýðingu
fyrir Finnland og skáldskapur forfeðra vorra fyrir oss og
Eionsltviða og Odýsseifs fyrir Grikki.
Kalevala er talið eitt hið mesta söguljóð, sem til er, og eins
°S allur þjóðarskáldskapur er það andlegt skriftamál þjóðar-
^nnar, segir frá sorg og gleði, kærleik og hatri, hvernig litið er
a gang lífsins og reynt að finna skýringar ú misklíð og misrétti
bess. Kalevala er Finnland sjálft, Finnland inn að dýpstu
hjartarótum. Þar er alt finskt geymt í listrænum myndum,
skógar landsins, bjálkahúsin, fiskibátar á sjó og vötnum,
sleðaferðalög, skíðahlaup, veturinn og norðurljósin, sumarið og
s°lskinið, þúsundir blóma og berja, litir þeirra og bragð. Þar
er fóhuð sjálft, kyneinkenni þess, svipur og mót, rólegir og
lu'óttmiklir bændur, ungir og kátir sveinar, lífsglaðar stúlkur,
feimnar og tryggar í lund. Og þar segir frá þeirri hamingju,
Sem grær upp af baráttunni við náttúruna og skapar grund-
'óll heimilislífsins og þann persónuleika, sem ber ávexti í
^ei'leika manns og konu, sem elska jörðina.
Kalevala — og þar með l'ornmentir Finna — er yngra að