Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 59
eimreiðijj UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAK
355
minsta kosti skollanum til gamans. — Hitt er lakara, að stór-
kaupmannastéttin er ekki sem þjóðræknust. Þeir, sem græða,
eru vísir til að bregða búi til Liverpool eða London eða New
York. Og allraverst er, að þjóðin á ekki sín eigin skip til far-
l>ega- og vöruflutnings. Norðmenn lána þeim dalla undir salt-
fiskinn til Suðurlanda, og Englendingar og Bandaríkjamenn
flytja fólk og mat úr sínum löndum.
í ungdæmi mínu (fyrir 50 árum síðan) var aldrei talað um
að menn væru gjaldþrota, heldur að þeir væru fallitt, og það
var auðlærð ill danska. Svo var að vita, hvað þetta eiginlega
þýddi. Ég spurði aðra stráka (sem voru nærri eins vitlausir
°g ég sjálfur). Þeir skýrðu það strax með dæmi. Þeir tilnefndu
kaupmann í bænum (þ. e. Reykjavík), sem þetta hefði hent.
Hann væri orðinn félaus, búðin lokuð, og þeir sem ættu inni
fengju ekkert. Til þess að mynda mér skýrt hugtak um þessi
úsköp, gerði ég mér ferð til að athuga, hvernig hann lili út,
þessi fallíttnáungi. Ég hitti svo á, að hann var að spássera
fram og aftur utan við búðina. Nú — það var hann, hugs-
aði ég, því ég kannaðist við hann. Hann var hálfdanskur,
skinnhoraður og mjór og gekk hokinn, eins og magalaus og
var ólundarlegur. Svona var að vera fallítt, -— hugsaði ég, og
ðll einkennin festust í huga mér. Við strákar, á mínu reki
þá, vorum vanir að mynda okltur fastar skoðanir um alla
hluti og bitum okkur fast í ákveðin mörlt til greiningar. Þann-
ig var t. d. þegar einn af eldri leikbræðrum okkar fræddi okk-
Ur á, að sjá mætti á hverjum fullvöxnum manni, hvort hann
væri hreinn sveinn eða ekki. Það sæist á vissum hörundsblæ
bak við vinstra eyrað. Ég varð aldrei viss í að þekkja þetta
°g hinir strákarnir ekki heldur, en ég mintist þessa, þegar
eg ekki alls fyrir löngu las um það, að þýzkir vísindamenn á 17.
öld þóttust geta séð það á augum stúlkna, ef þær hefðu látið
fallerast, og að enginn minni en okkar elskulega sálmaskáld,
Hallgrímur Pétursson, hefði þýtt ritgerð um þetta.
Yið skulum nú slá striki yfir þessháttar falleringar og snúa
°kkur aftur að þeim sönnu fallíttum í peningaheiminum.
^fyndin af hálfdanska, magasogna og vesallega kaupmann-
]num grópaðist föst í huga mér og sat þar lengi sem skýr
fallitthugmynd. Svo kyntist ég seinna öðrum kaupmanni,