Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 68
364
STYRJALDARDAGBÓK
EIMREIÐIN
28. janúar. Tilkynt í Bretlandi, að janúarmánuður 1940 sé sá ltald-
asti, sem komið liafi á Bretlandseyjum síðan árið 1894.
29. janúar. Þjóðverjar gera ioftárásir á Bretland, alla leið frá Sliet-
landseyjum suður á Iient-strönd. Að minsta kosti þrettán skip verða
fyrir loftárásum. Tvö dönsk skip og tvö norsk skotin í kaf af þýzk-
um neðansjávarbáti.
31. janúar. Orustan við Kuhmo í Finnlandi. Rússar varpa 150
sprengjum á Rovaniemi.
Febrúar 1940.
1. febrúar. Orustan við Kuhmo heldur áfram. Rússneskar herdeildir
liefja ægilega árás við Summa á Iíarelíanska eiðinu.
2. febrúar. Itússar gera tuttugu loftárásir á ýmsa staði i Suður-
Finnlandi, þar á meðal á borgirnar Helsinki og Sortavala.
6. febrúar. Rússneskir fallhlífahermenn ráðast að baki Finnum
á Summavigstöðvunum á Karelíanska eiðinu.
8. febrúar. Níundi dagur óslitinnar orustu Finna og Rússa á Kareli-
anska eiðinu. Finnar sagðir enn haida velli.
11. febrúar. Ógurleg kuldabylgja yfir Evrópu. Bardagarnir á
Karelíanska eiðinu halda enn óslitið áfram og færast í aukana.
13. febrúar. Rússar sækja fram á Mannerheim-viglínunni.
16. febrúar. Finnar viðurkenna framsókn Rússa á þrem stöðum.
Biðja Svía um beina hernaðarlega hjálp og að leyfa erlendum her-
sveitum að fara yfir Svíþjóð, Finnum til hjálpar. Sænska stjórnin
neitar að verða við þessum tilmælum Finna.
17. febrúar. Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnir, að 299 brezk-
um föngum, sem safnað hafði verið í þýzka skipið „Altmark“ úr
skipum, sem „Graf von Spee“ sökti, hafi verið bjargað yfir í brezka
tundurspillinn „Cossack“ á Jössingfirði i Noregi.
19. febrúar. Finnar vinna sigur á 18. liersveit Rússa fyrir norð-
an Ladoga-vatn. Þjóðverjar sökkva hrezka tundurspillinum
„Daring“.
20. febrúar. Tilkynt, að 164. hersveit Rússa sé króuð inni við
Kitelae, norðaustur af Ladoga-vatni.
23. febrúar. Miklar loftárásir á finskar borgir.
26. febrúar. Finnar hörfa úr víginu við Ivoivisto. Umsátin um
borgina Viipuri, sem Rússar hafa skotið i rústir.
28. febrúar. Umsátin um Viipuri heldur áfram. Rússneskt fót-
göngu- og stórskotalið nær nýjum vigstöðvum utan við borgina.
29. febrúar. Rússar segjast vera aðeins 8 km. frá Viipuri.