Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 29
eimreiðin
KVÖLD EITT í SEPTEMBER
325
yfir því, er hann vildi segja, en kom þó ekki með. Svo hélt
hún þá áfram:
— Mér er farið að leiðast, pabbi, þessar sífeldu spurningar
þinar, hvað ég nú hafi verið að gera, hvort ég sé búin að þessu
eða hinu og hvert ég ætli, ef ég fer út. Þú ert nýtekinn upp
á þessu, og mér finst þetta hafa aukist um allan helming siðan
hermennirnir komu. Þetta er haft á frjálsræði mitt og skuggi
á æskugleði mína.
— Sízt vildi ég vera skuggi á æskugleði þína, Dísa mín. En
við erum hætt að skilja hvort annað, það er alt og sumt. Það
getur verið mín sök. Ég veit, að við, þú og ég, stöndum nú
frammi fyrir einu mesta vandamáli lífsins. Ég geri ennþá
kröfur til þín sem barns, en þitt eigið líf er nú farið að gera
kröfur til þín sem fullorðinnar manneskju.
Hún svaraði önug:
— Ég er ekki í skapi til að hlusta á siðaprédikanir.
— Ég ætla heldur ekki að prédika. En ef þú skildir, að af-
skiftasemi mín af þér er aðeins sprottin af umhyggju minni
fyrir þér, þá yrði hún þér léttbærari. Og ekki nóg með það,
afskiftasemi mín væri einnig minni, ef ég vissi að þú skildir
þetta.
Það varð þögn, og er hún svaraði ekki, hélt hann áfram:
■— Þú segir ekkert, Dísa.
-— Ég veit ekki, hvað ég á að segja. Eg sé ekki ástæðu til
að segja neitt.
Hann: — Það hefur verið helzta ánægja mín í lífinu að hafa
Þig hjá mér, Dísa. Sá tími er nú löngu liðinn, er þú komst
ÍJrosandi á móti mér, þegar ég kom frá vinnu. Þú fagnaðir
mér þá. Nú fagnar mér enginn. Og á kvöldin settistu á hné
nier, baðst mig að segja þér sögu og sofnaðir undir vanga
mínuni. Manstu eftir því?
'— Já, en nú er ég ekki lengur barn, sem gaman hefur af
sögum.
" Nei, það veit ég'. En ennþá hef ég mikla ánægju af því,
er eg kem heim, að sjá þig hér heima, finna.návist þína og
heyra rödd þína. En ég hef skilið, að þú þurfir að vera með
Ungu fólki. Þess vegna hef ég aldrei reynt að koma í veg fyrir
Það. Þess vegna gaf ég þér skíðin í fyrra, þá varstu svo hrifin