Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 26
eimreiðin
Kvöld eitt í september.
Eftir Stefán Jónsson■
Regnþrungnum september-
degi hallaði til kvölds.
Götuljóskerin voru tendruð
í bænum, en skýjaður hirnin-
inn fyltist rökkri þeirrar næt-
ur, sem í vændum var.
Maður nokkur stóð við
gluggann á stofu sinni og hafði
enn ekki kveikt ljósið.
Hann átti þetta hús.
Húsgögnin í stofunni, stórt
eikarborð á miðju gólfi, tveir
gamlir, djúpir stólar og bóka-
skápurinn úti við vegginn, töl-
uðu máli gamalla minninga-
Já, sjálft andrúmsloft stof-
unnar var þrungið liðnum ör-
lögum og þrýsti sér ásanit
gruninum um hið ókomna inn i vitund mannsins, er við glugo'
ann stóð.
Það var hræðilegur grunur.
Hann stóð þarna við gluggann og var eiginlega að bíða-
Eftir götunni gengu nokkrir hermenn þungum skrefum iue®
byssur sínar við öxl, en hann veitti þeim enga sérstaka athygt'-
Hann hét Andrés. Hár hans var orðið grátt, en þykt var Þa®
enn, nefið íbjúgt, augun lítil og grá. Lágur maður vexti, en
þéttur á velli, hafði lifað fjörutíu og níu ár, og atvinna hans
nú orðið var að selja fisk. Og nú var hugur hans fullur af
þessum leiða ugg, sem fylgir því að vera maður og hugsa.
Kannske átti þetta skuggalega, regnþrungna septemberkvöld
sinn þátt í því að fylla sál hans ömun og óánægju.
Stefán Jónsson.