Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 44
340
Á MÖLINNI
EIMKEIÐIN
Hér eru menn, sem berjast fyrir lífinu og baslast áfram.
Og hafi maður nóg í munn og maga, þá gerir fjandann ekk-
ert, hvort maður hefur ris eða skáþak yfir höfðinu. Bara að
það sé þak.
Þorpið liggur hjúpað þokugráum hlýviðrisskúrum og er
fult af megnum fjöruþef og fislcilykt. Alt minnir á fisk. Lang-
ar raðir af opnum rimlahjöllum. Veiðarfæri í löngum röðum
uppi undir skáþökunum. Saltfisklyktin, fjöruþefurinn og and-
styggilegur ilmur af slori og slógi sameinast í magnþrungið
andrúmsloft, sem gerir ferðamanninum flökurt.
Rosknar konur og ungar stúlkur bera saltfisk á handbörum
út úr pakkhúsunum. Þær stikla á mjóum planka út úr dyr-
unum og niður á mölina. Plankinn er brattur. Fullorðnu kon-
urnar eru rosknar og ráðsettar í öllum hreyfingum. Þær eru
gildvaxnar, þungbygðar og jafnbola. Þungstigar og rassmiklar
neðan við prjónapeysuna, sem legst i fellingar um mittisleysið.
Mölin og börurnar hafa þjappað þeim saman frá báðum end-
um, svo að þær liafa allar gengið út á þverveginn. Að framan
og aftan og um mjaðmirnar.
Ungu stúlkurnar eru mjög ólíkar þeim, en þó sést ættannótið
greinilega á baksvipnum. Sárfættar tipla þær ótt og títt á egg-
hvössu reitagrjótinu og lyfta hnjánum hátt fram i þröng pils-
in. Þær eru siginaxla og bognar í baki undan börunum. Bak-
svipurinn er þegar orðinn ellilegur.
Það er annars mislitur söfnuður, þessar ungu meyjar. Noklu'-
ar þeirra eru brattar og brjóstháar. Aðrar jafngildar og
ruggandi í gangi, eins og mæður þeirra. En allflestar eru grann-
ar og veiklulegar. Flatar eins og fjöl, herðakúptar og hol-
brjósta. Og handleggirnir langir og grannir og liðaberir. Það
er eins og teygt sé úr öllu, sem tognað getur, og beygt alt það,
sem bognað getur. Þessar ungu stúlkur minna ósjálfrátt á mis-
hepnaða frumsmíð viðvanings. Þar sést hvergi ineistarainót a.
Búningur ungu stúlknanna er þó fjölbreyttastur. Hreinasta
grímuball af sundurleitasta samsetningi! Aðeins tvær—þrj;U
þeirra eru í vinnufötum. Þær líta út eins og röskir strákar a
gelgjuskeiði og hreyfa sig frjálsmannlegar en hinar. En lxeil‘1"
in lítur út eins og illa málað Evrópukort. — Þær eru fina'