Eimreiðin - 01.10.1940, Blaðsíða 72
EIMREIÐIN
Saklausa barn.
Smásaga eftir Martin Andersen Nexö.
Þær höfðu engan hita og engan niat, þarna á hanabjálk-
anum, og þetta var þó á aðfangadagskvöld jóla. Nei, þær höfðu
engan yl og engan mat, en þær höfðu ljós, sem kom beint
ofan úr himninum gegnum undurlítinn glugga í þakinu, því
þær bjuggu alveg uppi undir þakinu, hún Ida litla og marnina
hennar.
En þær voru ekki einmana þarna, því Lísa litla var hjá
þeim, og alt sem hún gerði var svo skemtilegt, þó heili hennar
væri nú raunar bara úr sagi. En svo hafði hún líka tvo tin-
hnappa í stað augna, og að öðru leyti var hún gerð úr snjáðu,
bláu hermannafataefni með gráum röndum. Ida litla hafði
einu sinni komið auga á hana í þakrennunni. Þar lá hún og
var búin að skæla úr sér öll augu. Mamma náði henni nieð
eldhússópnum og setti svo í hana ný augu. Ida og Lísa voru
vanar að fara stundum í búðarleik og gerðu þá ýmsa góða
osta úr hvítum sandi, í stærri fingurbjörginni hennar mömnau,
því maninia átti tvær fingurbjargir. — En nú var mainnia
veik — mikið veik — og lá í rúminu með lukt augu. Ida vissi,
að þær Lísa urðu að vera ósköp hægar og stiltar.
Móðirin dró djúpt andann og opnaði augun. Ida kom að
rúminu og lagði kollinn á koddann hjá henni, hún náði að-
eins svo hátt.
„Mamma, heldurðu að ríka frænka komi í kvöld með jóla-
tré handa mér, heldurðu það ekki, mamma?“
„Ef til vill kemur hún, barnið mitt!“
„Og svo sækir hún lækninn, svo þú getir orðið frísk aftnr,
heldurðu að hún geri það eltki líka, mamma?“
„Það vona ég,“ svaraði móðirin. En i hjarta sínu val
hún alveg vonlaus, og andlit hennar titraði við tilraun hennai
til að verjast tárum.
Ida stakk litlu hendinni undir höku móður sinnar og sagði